- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
770

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

770

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

en hækka, það reisa Gottrúps lögmanns mundi ei verða þeim og
öðrum svo hagkvæm, sem orð var á gjört, og landinu ei svo
nytsamleg sem iögmanni sjálfum; töldu þeir svo um fyrir
amt-manni, að hann stundaði af öllum mætti að hindra þessa
sigl-ingu lögmanns, og snerist þar öll þeirra vinátta í hina
beisk-ustu óvináttu. Sigldu báðir það sumar og sparaði hvorugur, að
hafa born í annars síðu: blésu og aðrir að þeim gneistum, þar
til þeir sættu sig sjálfir á Bessastöðum anno 1707.

Anno 1701 kom amtmaður hingað, og sat þann vetur
siðast hér í landi. Sumarið eptir sigldi hann, og setti Pál
Beyer, sem hér var þá forpaktaranna umboðsmaður, sinn
full-mektugan, og stóð það til þess Páll Beyer sigldi anno 1706.
Samt kom amtmaður hingað á hverju sumri og sigldi aptur.

Anno 1704 dæmdu á alþingi amtmaðurinn Muller, (sem þá
var orðinn justizráð og skrifaði sig til Tyrestrup) og eptir
kóngl. befalingu ásamt honum commissarii, archiv-secreterinn
Árni Magnússon og vicelögmaðurinn Páll Vídalín með 24 í
yfir-réttinum, að Hákonar kóngs réttarbót um arftöku foreldra eptir
börn sín á fasta gózi úr annars ætt skyldi ganga bér fyrir lög.
En sá dómur gekk til baka anno 1711, dag 5. maí með kóngl.
majestets bréfi, sem skipar, að sú erfð skuli ei ganga eptir
þeirri réttarbót, heldur eptir lögum Magnúsar kóngs.

Anno 1707 var hann seinast hér i landi og setti Pál Beyer
sinn fullmektugan. Eptir það leyfði kóngl. majestet honum,
sökum bans aldurdóms, að vera sumar og vetur í Kaupenhafn
og hafa hér sinn fullmektugan umboðsmann. fá gaf hann anno
1708, dag 27. apríl, landfógetanum Páli Beyer sína fullmakt
hér til, svo Beyer var hér hans fullmektugur, alt þar til hann
sigldi anno 1717. Sama ár varð vicelögmaður Oddur
Sigurðs-son stiptamtmannsins fullmektugur; en á aljúngi, dag 22. júlí
þess árs, skiptu þessir fullmektugir þeirra embættis útréttingum,
sem áður er sagt. J>ótti þeirra vald og uppgangur ekki alllítill
í fyrstu.

Á fyrstu árum sinnar hérveru hafði Kristján Muller 600 rd.
árlega, nl. 400 rd. í hans amtmannslaun, og 200 rd. fyrir það
bann skyldi setja á latinu þau nýju norsku lög Kristjáns V.
Með hans komu tókst hér af prestaköllun og kosning, eptir
Kristjáns IV. norsku kirkjuordinanziu.

Anno 1691 af lagðist að tjalda um alþing hirðstjóra búðina
í Öxarárhólma; en amtmaður og landfógeti Heedemann létu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0782.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free