- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
769

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

769

sýslumenn og lögsagnarar gjöri í héraði endilegan dóm á öllum
málum, sem fyrir þá eru stefnd og þeir fá yfirteldð, og undirbúi svo
sérhvert mál í héraði, að því þurfi ei að vísa heim aptur, annars
séu lögmenu ei skyldugir þeim að gegna. 4. dóma í lífs og æru
málum, svo og um landsins nauðsynjar, í hverjum sýslumenn og
iiéraðsdómarar kunna ei að gera endilegan dóma úrskurð, skuli
þeir fyrir alþing senda, sérhver sínum lögmanni. 5.
landþings-skrifarinn upp setji úti fyrir lögréttunni skriflegt registur allra
þeirra mála, sem fyrir lögmenn eru sett eður tracterast eiga á
hverju alþingi og draga eÍDa iínu yfir sérhvert mál eptir annað,
sem dómur er á genginn, svo sá fram beri þá sitt mál, sem
næst stendur í registrinu. 6. að enduðum dómunum upp lesist
vogreka, jarðabrigða og kaupbréfa lýsingar, og annað þess háttar.
7. í lögréttu upp lesist engin skjöl, particuleur vitnisburðir um
jarðagóz né annað þess háttar, sem ei hefir verið áður upp lesið
á héraðsþingum og enginn til andsvara er, þann það sama
áhrærir. Hver á móti þessum greinum finst brotlegur, án
lög-legra forfalla, sekist 4 mörkum, hálft kónginum, en hálft til
þinghúss umbóta.

Anno 1696 kom hann hingað um vorið, og sat hér þann
vetur. En anno 1697 sigldi hann, og setti lögmanninn Lauritz
Gottrúp sinn fullmektugan í sinni fráveru. 8vo stóð það hin
næstu 3 eptirkomandi ár, að amtmaður kom hiugað á hverju
sumri og sigldi aptur, en lögmaður hafði hans fullmakt, og var
þá hin blíðasta vinátta með þeim, svo anno 1700, er amtmaður
tók hér arfhyllingareiða, vegna kóngs Friðriks fjórða, á alþingi
þá framkvæmdi lögmaður það helzt með honum og fyrir hann;
tók amtmaður þá einskis ráð og tillögur svo gildar sem
lög-manns Gottrúps; og eptir hans undirlagi var þá supplicerað til
kóngl. majestets, að einhver af lögmönnunum mætti þá sigla á
næstkomandi sumri, til að fram bera landsins þrengjandi
nauð-synjar á þeim harðinda árum fyrir kóngl. majestet.

Anno 1701 kom amtmaður út snemma um sumarið með
kóngl. bevilling og bænheyrslu upp á þessa supplicaziu.
Skrif-aði hann strax lögmanni þetta, og eptir þeirra heimuglegu tali,
ráðleggur lögmanni að gefa sig til þeirrar reisu; varð hann
strax ti), og kom með konu sína og fólk suður á alþing,
alfar-inn að sigla með fyrstu sumarskipum. Nú bjó í grun sumra,
helzt biskupsins mag. Jóns Vídalíns, vicelögmannsins Páls og
nokkurra annara, sem séð gátu uppgang lögmanns heldur lækka

49

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0781.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free