- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
3

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

^að liefur lengi þótt virðing og ágæti í að eiga tigna og
mikilfenga forfeður, eigi hvað sízt meðal vor íslendinga. þykir það
eigi aðeins forfeðranna vegna, heldur með fram af því, að eigi
þykir ósj’nt, að nokkrir af kostum og hæfilegleikum forfeðranna
kunni að ganga í arf til niðjanna. fegar því um einhvern mann
er að ræða, þá er það eigi nema góður og gamall siður að
spyrja um ætt hans og uppruna.

Föðurætt Skúla má rekja til Magnúsar prests Jónssonar á
Mælifelli (pr. á Mælifelli 1622—1661). Kona Magnúsar á
Mæli-felli var Ingunn, systir þorláks biskups Skúlasonar, en móðir
þeirra var Steinunn, laundóttir Guðbrandar Hólabiskups. Móðir
Skúla var Oddný Jónsdóttir, Árnasonar á Tjörnesi, Björnssonar
á Laxamýri, Magnússonar, Árnasonar, Péturssonar, Loptssonar,
Ormssonar, Loptssonar hins ríka Guðormssonar. Magnús Árnason,
faðir Björns á Laxamýri, var giptur J>uríði, laundóttur Sigurðar
prófasts á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar. Fylgdi
Magnús tengdaföður sínum dyggilega að öllum málum, er risu
af mótspyrnu hans gegn siðbótinni.1

Skúli er fæddur 12. dec. 1711 að Garði í Keldubverfi, og
var Magnús faðir hans þá aðstoðarprestur þar hjá Einari Skúlasyni
föður sínum.2 Skírði Einar prestur sveininn í Garðakirkju

1 í æfisögu sinni (Nr. 481,4° á landsbókasafninu í Reykjavík) segir
Skúli. að Magnús á Mælifelli hafi verið sonur Steinunnar
Guðbrands-dóttur, en það er eigi rétt (sjá Sýslumannaæfir). Hitt er heldur
eigi rétt, er hann á sama Stað segir, að Árni Björnsson á
Laxa-mýri hafi átt laundóttur Sigurðar á Grenjaðarstað.

J Einar Skúlason fékk Garð 1671 og andaðist þar 1741, 96 ára að
aldri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free