- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
11

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

11

framferði.1 Samt sem áður fékk Skúli eigi sýsluna og varð Jón,
sonur hins látna, hlutskarpari. Var það algengt um þær mundir,
að synir embættismanna sætu fyrir öðrum, er um embætti feðra
þeirra var að ræða. £>ó var umsókn Skúla tekið vel, og kvaðst
stjórnin mundu hafa hann í hyggju. Var þess og eigi langt að
bíða að hann kæmist í embætti, því 15. febr. 1734 var honum
veitt Austurskaptafellssýsla. Embættið var raunar lítið og rýrt,
og lét Skúli á sér heyra, að honum þætti eigi mikið til þess
koma, en lét þó svo búið standa. Fékk hann til áréttis það
loforð hjá stjórninni, að hann skyldi fá þá sýslu, er næst losnaði,
ef honum líkaði betur. Fór hann nú að týgja sig til heimferðar
og varð að taka 400 dali til láns til þess að geta komið svo
fram, að samboðið væri stöðu hans.

Um líferni Skúla í Kaupmannahöfn er lítt að greina svo
kunnugt sé. Mun það hafa liðið fram likt og líf annara fátækra
íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn um þær mundir, án þess
a9 nokkuð markvert drifi á dagana. Að þá þegar hafi verið farið að
brydda á þeirri elju og atorku, er síðar meir einkenndi lífhans,
má ráða af því, að hann eigi aðeins sótti rækilega
kennslu-stundir á háskólanum og stundaði skriptir sínar af alefli, heldur
varði hann lengi vel kvöldstundum sínum til að ganga á
bók-bandsverkstofu og kynna sér bókbandsiðn. En samhliða þessum
kostum tók og að brydda á bresti einum, er heldur ágerðist, er
tímar liðu fram. Honum þótti gott í staupinu. Enn fremur
varð honum stundum laus hendin, er hann var við öl, og í

1 VottorB Grams hljóðar þannig:
Den hæderlige og vellærde Studiosus Skule Magnussen Islænder
er af mig som sin private Præceptore paa Universitetet en Attest
begiærende om sit Levnet og Forhold; Sligt jeg hannem efter
billighed ikke kand afslaae eftersom han med sit skikkelige Forhold
haver giort sig værdig til ald den Tieneste som jeg liannem og
hans lige formaaer at giöre, nemlig, været flittig i sine Studeringer,
lydig imod sin 0vrighed, ustraffelig i sin Omgiængelse. Ynsker
derfor at hand saavel herefter udenfor Academiet maatte finde
Guds og gode Patroners Yndest, som hand det hidindtil hos os
haver meriteret.

Kiöbenhavn, d. 3. November 1733.

J. G r a m.

(Sjá Nr. 481, 4° á Landsbókasafninu).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free