- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
12

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 12

líkingu við marga aðra íslendinga var liann heldur eigi laus við
þjóðardramb. Má marka þetta af hans eigin sögusögn. J>annig
færir hann það til í æfisögubroti sínu, að hann endur og
sinnum á næturþeli hafi lent í handalögmáli og verið færður
upp á ráðstofu, en sektaður kveðst hann eigi hafa verið nema
einu sinni, og það mest fyrir svör sin fyrir réttinum. Hann
hafði kvöld eitt um tólfleytið setið á vínstofu. Komu þar að
næturverðirnir og kváðu veitingatímann útrunninn og drógu
hann út. Sló þar í illdeilur með þeim og lyktaði svo, að Skúli
barði þar ótæpt á 4 næturvörðum og braut fvrir þeim 3
gadda-kylfur.1 |>egar fyrir réttinn kom, hafði hann eigi annað sér til
réttlætingar fyrir barsmíðinni, enn að sig hefði langað til að
sýna þeim, að Islendingar hefðu krapta í kögglum, en
víndrykkj-unni mælti hann bót með þeim ummælum, að veslings
íslend-ingum, sem komnir væru norðan úr hafsauga, veitti ekki af
einhverju til að taka úr sér hrollinn með. Urðu málalok þau,
að hann var sektaður um 2 dali.

Eptir hálfs þriðja árs dvöl í Kaupmannahöfn, tók hann sér
vorið 1734 far til íslands með Búðaskipi. fegar hann kvaddi
Gram, mælti hann til Skúla: »Guð hefur gefið þér góðar gáfur,
þú ert þrár en hreinskilinn. Farðu vel!« J>ótt Skúli nú við
brottför sína mætti minnast margra þungra stunda, má þó af
vísu þeirri, er hann kvað þegar hann sté á skip, marka það, að
hann einnig hefur notið þar margra ánægjustunda. Vísan er þannig:
pótt eg Hafnar fengi ei fund
fremur en gæfan léði,
ljúft er hrós fyrir liðna stund,
lifð’eg í Höfn með gleði.

II.

í>egar er Skúli var stiginn á land á íslandi 1734, reið hann
til sýslu sinnar og settist að á Bjarnarnesi í Hornafirði. Tók
hann þegar til óspilltra málanna í sýslu sinni og þótti mönnum
hann ærið stjórnsamur og mikill í tiltektum, þótt eigi hefði
hann nema 3 um tvítugt. Höfðu menn eigi ótt því að venjast þar
fyrri og kunnu því illa. Var um þær mundir víða róstusamt í

1 Gaddakylfur (>morgenstjærner<) voru nokkurs konar embættisteikn,
er næturverðir báru.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free