- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
23

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

23

var útsjónarsamur og hinn mesti búhöldur. þótti mikið kveða
að rausn þeirri og stórmennsku, er kom fram í hvívetna á
Ökrum, því fátt stóð Skúla fjær en nirfilsháttur. Frábær
gest-risni var þar sýnd öllum, er að garði bar, bæði háum og lágum,
og var Skúli hinn örlátasti og hjálpsamasti við alla þá, er með
þurftu, og þvi virtur mjög og elskaður af fátældingum og minni
háttar mönnum. Ættingjum sínum sýndi hann hina mestu
rausn og frændrækni. Hann kom bræðrum sinum Einari og
Jóni á framfæri, útvegaði hiuum fyrnefnda Miðfjarðarsýslu lén,
en Jón studdi hann til menningar bæði innan lands og utan og
fékk því ágengt, að hann varð kirkjuprestur á Hólum (1752).
Unnust þeir bræður mikið þótt stundum bæri á milli, því báðir
voru þeir stórgeðja.1 Hann hélt og með mikilli rausn brúðkaup
Sigríðar systur sinnar, er hún giptist Jóni presti Vídalín í
Lauf-ási. Einkar kært var alla tíð með Skúla og í>orleifi prófasti
stjúpföður hans, og mat Skúli hann flestum framar. Lét hann
það á saunast, er hann fvrir tilmæli forleifs prófasts gaf lausa
skólasveina 2 frá Hólum, er hanu hafði tekið fyrir þjófnað og
haft með sér í járnum til Akra,2

Þegar hér var komið, hafði Skúli þjónað Skagafjarðarsýslu
í nær 12 ár og var talinn með stjórnsömustu höfðingjum
lands-ins. Um þessar mundir var landfógeti sá hér á landi, er Kristjan
Dreese hét, (landf. 1739—1749), og hafði hann þjónað því
em-bætti í nokkur ár. Hann var óreglumaður mikill og sást svo að
segja aldrei ódrukkinn og bölsótaðist sem væri hann viti sínu
fjær. Embættisfærsla hans fór öll i ólagi, reikningar voru ram-

1 Skúli fékk á stundum að kenna krapta Jóns, því Jón var manna
færastur. Eitt sinn var Skúli í flutningum og var yfir sjó að fara.
Lét hann bera á skip sitt þótt uppgangsveður væri, en Jón prestur
bar af jafnharðan. Að lokum tók Skúla að gremjast og laust Jón
kinnhest, en Jón þreif til hans og færði hann á kaf i sjóinn. Varð
Skúla þá að orði er hann kom upp aptur: >Mikið tröll ertu, Jón
bróðir!» (Skagfirðingas. kap. 53).
’ þegar er í>orleifur prófastur spurði aðtektir Skúla með sveinana,
brá hann sér heirnan, tók í förinni Magnús bróður sinn á
Viði-mj’ri og reið til Akra. Komu þeir þar er Skúli var í rekkju. en
um leið og Þorleifur gekk inn, kvað hann við raust: «Bölvaður
Olver, bröltu fram úr bæli þínu« o. s. frv., svo að glumdi við í
göngunum, því hann var raddmaður mikill. Léttu þeir bræður eigi
fyrri en Skúli lét að vilja þeirra. (Skagfirðingas. kap. 53).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free