- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
25

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÚLI LANDFÓGETI MAGN’ÚSSON.

25

Skúli var um fertugt er honum var veitt landfógetaembættið.
Var það örðugust sýsla á landinu um þær mundir og að mörgu
leyti vandasöm. En þótt Skúli væri við margt riðinn meðan
hann var sýslumaður, þá er það þó fyrst eptir 1750 að hann að
mun kemur við almenn málefni íslands, og fór svo áður langt
leið, að hann manna mest hafði áhrif á þau. fykir því vel við
eiga að líta yfir ásigkomulag lands og þjóðar um þessar mundir,
áður skýrt verður frekara frá æfi Skúla.

III.

í inngangi þessarar ritgerðar hefur verið vikið á þá eymd
og vesöld, sem alment drottnaði á íslandi á 18. öld. Munum
vér hér skýra nokkuð nákvæmar frá ástandi landsins og högum
landsmanna um miðja öldina og leitast við að grafa upp nokkrar
af orsökum þeim, er vesöldinni ollu.

Látum oss þá fyrst og fremst líta yfir ásigkomulag
lands-ins sjálfs. Beinasti vegurinn til þes3 að kynna sér ástand þess,
er að leita fyrir sér í jarðabókum þeirra tíma. Að vísu eru
jarðabækurnar ekki sem áreiðanlegastar. því þær eru opt að
œiklu leyti byggðar á sögusögn jarðeigenda og ábúenda, og þeir
skýrðu ekki ætíð sem réttast frá. ]?eim var gjarnt á að láta
svo illa af jörðunum, sem frekast mátti og rýra þær í umtali,
en láta kostanna ógetið, einkum ef þeir voru nýtilkomnir. En
hér er eigi eptir öðru að fara, svo menn verða að sætta sig við
jarðabækurnar, en nota verður þær með varkárni. J>ó má geta
þess, að ýmsar skoðunargerðir á konungsjörðum voru ár frá ári
sendar til stjórnarinnar, og eru þær í alla staði áreiðanlegar.
En eptir þeim að dæma voru jarðirnar eigi stórt betur á sig
komnar, en jarðabækurnar skýra frá. Jarðabók sú, er næst
ligg-lIr þessum tíma, er jarðabók Skúla Magnússonar frá L760—1769
°g er hún í 23 stórum bindum.

Om miðbik 18. aldar voru jarðeigendur miklu færri en nú,
jarðagózið var safnað fyrir á fáar hendur. Kom það mest til
at Þv«, að konungur og biskupsstólarnir áttu slíkan aragrúa af
^rðum. Konungur átti alls 735 höfuðból, Skálholtsstóll 310 og
HólastóU 330. Af þessu leiðir eðlilega, að leiguliðar voru
mikl-ura ™Un fieiri en nú eru. Fjöldi jarða lá í eyði, og telur
jarða-bók Skúla Magnússonar yfir 2 þúsundir eyðijarða. Ýmsar orsakir
voru til þess, að jarðir lögðust í evði, sumar eðlilegar og sumar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free