- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
30

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 30

fæddum íslendingum, voru allar bjargir bannaðar í þá átt, þá
var það eigi nema eðlilegt, að því væru sett viss lög eða reglur
fyrir verzlaninni til þess að koma í veg fyrir að það misbrúkaði
einkaleyfi sitt. Stjórnin reyndi af fremsta megni að sporna við
því, að félagið misbyði landsmönnum í nokkru og setti því
ná-kvæmar lífernisreglur.

£egar islenzka verzlunarfélagið tók við var þannig
samin reglugerð (oktroy), er fylgja skyldi. Var hún gefin út 3.
apr. 1733 og endurnýjuð og aukin 13. júlí 1742.1 Aðalákvæði
hennar eru þessi: Eigi má senda önnur skip með vörur til
ís-lands en þau, er frá Kaupmannahöfn eru, og skulu bæði
skip-herrar og stýrimenn vera búsettir í Kaupmannahöfn.
Hluthaf-endur félagsins eru skyldir að kaupa allar vörur sínar í
Dan-mörku eða löndum Danakonungs. Félagið hefur einkaleyfi til að
reka verzlun á íslandi og við strendur þess 4 mílur undan landi.
Félagið skal í kaupum og sölum á Islandi fylgja verðlagsskrá
þeirri, er sett var 1702, og hafa rétta alin, mæli og vog og
þjónum þess ber að koma vingjarnlega og kurteislega fram
gagn-vart landsmönnum. Félagið skal flytja til landsins góða vöru
og byrgja það svo, einkum að matvælum, húsaviði og öllu þvi,
er til landbúnaðar og sjávarútvegs heyrir, að viðunandi þyki.
A ári hverju skal félagið senda stjórninni aðalskrá yfir vörur
þær, er til landsins eru ætlaðar. Enn fremur ber því við hverja
skipaför að senda skrá yfir vörur þær, er á því skipi eru, og
skal kaupmaður sá, er með skipinu fer, rita nafn sitt undir og
eiðfesta, að allar þær vörur, er skráin tilnefnir, skuli sendar til
Islands. J>vi næst skal tollþjónn sá, er umsjón hefur með
ferm-ingu skipsins votta með nafni sínu og eiðstaf, að hann mefr
eigin augum hafi horft á, að allar þær vörur, er skráin tilnefnir,
hafi verið bornar á skip og engin breyting á orðin, er skipið
leggur frá tollbúðinni. Fari nú svo að það verði uppvíst, að
færri séu vörur á skipinu, eu skráin telur, þá skal hneppa báða
í fjötra, kaupmanninn og tollarann, og skulu þeir þræla í járnum
alla æfi síðan.2 Til tryggingar þvi, að vörur þær, er sendar

1 Sjá Lovsaml. f. Isl. 2. B. bls. 145 og 400.

3 Ákvæðið um vöruskrána og eiðinn finnst eigi í
verzlunarskilmálan-um frá 1733, en var skotið inn í síðar af því að ýmislegt þótti
fara aflaga að því er ferming skipanna snerti. Nokkru síðar var
það aptur numið burt, óvíst hversvegna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free