- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
35

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

35

pegar Harboe koœ aptur til Danmerkur 1745 gat liar.n einnig
gefið stjórninni margar upplýsingar um landið og íbúa þess, því
hann hafði kynt sér hvorttveggja rækilega. Bar hann
íslending-um betur söguna en kaupmenn þeir og skipstjórar, er þangað
sigldu og sem til þess tíma höfðu verið nálega hin eina
fróð-leiksuppspretta Dana að því er ísland snerti. Hann duldi
stjórn-ina þess eigi, hve ásigkomulag landsins og þjóðarinnar var
bág-borið og hvatti til skjótra aðgerða. Mun hann hafa átt allmikinn
þátt í, að þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru sendir í
rannsóknarför til landsins 1750.

Allir voru á einu máli um það, hversu ástand landsins var,
en mönnum bar eigi saman um viðreisnarmeðölin. Skúli
Magn-ússon hafði eigi mikið hugsað um og kynnt sér almenn málefni
landsins i það mund, er spurningarnar voru lagðar fyrir
sýslu-menn. Að minnsta kosti hafði hann þá enn sem komið var
eigi skrifað annað að mun til stjórnarinnar en hrein og bein
embættisbréf. Hann var ungur að aldri og þjónaði einni af
hinum erviðustu sýslum á íslandi; auk þess hafði hann ýms
önnur opinber störf á hendi og átti í sífelldum málaferlum, svo
honum gafst varla tækifæri til að taka að mun þátt í almennum
málum. En nú vaknaði hann til umhugsunar, og hann sá brátt,
hve afarmargt það var, er umbóta þurfti, já, hann sá meira að
segja, að leggja þurfti nýjan grundvöll undir alla atvinnuvegi
landsins, ef nokkuð ætti að verða^ágengt. Um leið vaknaði sú
skoðun til fullrar meðvitundar hjá honum, að nauðsynlegt væri
að brjóta Hörmangarafélagið á bak aptur, því það stæði mest af
öllu landinu fyrir þrifum. En honum þótti sem hann yrði að
hugsa mál sitt vel og rækilega, áður hann tæki til aðgerða í
þessa stefnu, og var það fyrst 1749, árið sama sem hann varð
landfógeti, að hann kom fram með skoðanir síuar á þessum
málum. En þá var hann líka um leið albúinn að berjast fyrir
þeim með lífi og sál, hvað sem yfir kynni að dynja og hverjar
torfærur sem hann yrði að yfirstíga.

Skoðanir Skúla um viðreisn landsins voru þessar, Honum
þótti nauðsyn til bera að leitast við á allau hátt að bæta
jarð-rækt og gera tilraunir til að hefja akuryrkju og trjárækt.
Fisk-ur var nægur við strendur landsins, það mátti mest og bezt sjá
af fiskiveiðum útlendinga við ísland, en menn kunuu ekki að
færa sér þau gæði í nyt. Landsmenn höfðu ekki nema óþjálar
seglalausar fleytur og gátu því ekki leitað nema á grunnmið

3*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free