- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
36

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 36

Taldi baun því heppilegt að leiðbeina þeim í þá átt og venja þá
við dugguveiðar á djúpmiðum. Kaupmenn kvörtuðu um það
aí og æ, að prjónlesið, er landsmenu kæmu með í
kaupstað-inn, væri smánarlega illa úr garði gert og lýsti fádæma
van-kunnáttu í meðferð ullar. |>etta kvað Skúli vera eitt af
þýð-ingarmestu málum landsins, því fjöldi manna hefði uppeldi sitt
af tóvinnu, og kvað því bráðnauðsynlegt að kenna þeim að nýta
sér sem bezt afurðir landsius.

Eptir að Skúli var orðinn landfógeti hugsaði hann enn betur
mál sitt, og komst að þeirri niðurstöðu, að beinasti vegurinn til
þess að koma hugmyndum sínum á framfæri væri sá, að nokkrir
af hinum helztu embættismönnum landsins tæki sig til og í
sameiningu ynnu að þessu máli. Efaðist hann eigi um, að
ýmsir aðrir brátt mundu fylgja á eptir. Hann samdi ýtarlegt
skjal um málið og stakk upp á því, að stofnað væri félag til að
koma þessu á framfæri, því honum þótti líklegt, að stjómin
mundi verða fúsari til að styrkja fyrirtækið, er hún sæi að
mönnum væri full alvara, og að þeir væru einbeittir í að fylgja
fram máli sínu. Enn fremur samdi hann reglugerð um, hversu
félaginu skyldi háttað. Hann sýndi mörgum málsmetandi
mönn-um uppástungur sinar og féll þeim nugmynd hans vel í geð.
í’élagið var stofnað og lagað eptir því, er hann hafði stungið
uppá. J>ó réð hann fastlega frá því, að nokkuð frekara væri
aðgert fyrst um sinn áður konungur hefði fallizt á uppástunguna
og heitið fulltingi sínu, því að öðrum kosti mætti búast við
mótspyrnu frá verzlunarfélaginu, er fráleitt mundi líta hýrum
augum á fyrirtækið, og mætti sú mótspyrna vel verða til þess,
að allt félli um sjálft sig. J>ekkti Skúli félagið svo vel, að hann
þóttist fullviss um, að það muudi eigi láta neitt ógert, er verða
mætti til þess að kyrkja þessar veiku framfaratilraunir þegar í
fæðingunni. Sumir þeirra, er í félagið höfðu gengið, voru þó
bráðlátari en svo; að þeir gætu biðið, og vildu þegar taka til
starfa. Magnús lögmaður Gislason skrifaði þegar utan og sótti
um styrk til þess að koma á klæðaverksmiðju. Voru honum af
konungssjóði veittir 300 dalir til bráðabyrgða og sendur upp
þýzkur vefari, Mittlander að nafni, til að koma á fót
klæða-vefnaði; hann settist að á Leirá hjá Magnúsi.1 Mátti hver er
vildi taka þátt í þessu fyrirtæki og leggja fé til, og mun það

1 fetta var gert með konungsbréfi 3. maj 1751.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free