Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.
53
nokkurra skilyrða. Stjórnarráðið fór nú yfir reikningana, en fann
ekkert við þá að athuga. Var lengi verið að bollaleggja, hvað
gera skyldi við stofnanirnar, og komust menn lengi vel eigi að
neinni niðurstöðu. Undir lok aprílmánaðar stefndi stjórnarráðið
Skúla fyrir sig og fal bonum á hendur að hafa framvegis eins og
að undanförnu allt eptirlit með stofnununum. Má af þvi ráða,
að það engan hafi séð færari til þess starfa en hann og metið
aðgerðir hans eptir verðleikum. Áður Skúli fór til íslands aptur
fékk haun því til leiðar komið, að stofnununum var falið á hendur
að byrgja flestar hafnir landsins að klæðavöru og færum.
Ýmsar orsakir voru til þess, að eigi urðu jafn mikil not af
stofnununum og til var ætlað i upphafi og hefði mátt verða.
fegar eptir að tilskipunin 4. jan. 1752 var komin út, bað Skúli
meðstjómarmenn sína að senda bréf sýslumönnum öllum og
pró-föstum á landinu og skora á þá að hvetja menn til að taka þátt
í fyrirtækinu, og hafði hann bréfin tilbúin, en þeir skrifuðu eigi
undir og trössuðu að senda þau út, Fjölguðu því lítt
hluthafi-endur í félaginu, enda var ekkert til þess gert af stjórnarinnar
hendi, nema hvað Skúli endur og sinnum fékk talið menn á það,
er honum gafst færi á, en það var sjaldan, því hann var
alloptast í förum. Árið 1754 áttu íslendingar eigi nema 51
hlutabréf í stofnununum, er hvert jafngilti 50 dölurn, og má það
eigi mikið kalla.1 Að vísu bættust nokkrir við síðar, en margir
urðu þeir aldrei. Auk þess gerði verzlunarfélagið allt bvað það
gat til að aptra mönnum frá að taka þátt í því, og sagði að
þess mundi eigi langt að bíða, að allt þetta félli um koll og þá
mundi enginu sjá fé sitt aptur. Urðu margir til að trúa þessu
og héldu fyrirtækið barnaskap einan. Enn fremur báru sumir af
valdsmönnum á íslandi mistraust til fyrirtækisins og kváðu eigi
vera annað en gauragang úr vissum mönnum, er fyrir hvern
mun vildu láta til sin taka i eiuhverju. Kölluðu þeir þetta óðs
manns æði, ef eigi annað verra, nefnilega svik og pretti.2 Sumir
1 Sjá Islandsk Journal 1754 No. 1102.
’ þannig fer annáll nokkur íslenzkur (No. 50 á safni Rasks í
Kaup-mannahöfn) mjög hörðum orðum um stofnanirnar. það er varla
efamál, að annállinn er eptir Svein lögmann Sölvason. Hann fer
svofelldum orðum um stofnanirnar: »Má geta þess hve landsfólkið
dæmdi þar um almennilega. þegar Regeringin hafði lagt miklar
summur peninga til Innréttinganna, sem ekki voru eptir hendinni
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>