- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
54

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 54

þeirra gerðu enda hvað þeir gátu til að spilla fyrir fyrirtækinu.
En hins ber jafnframt að geta, að ýmsir voru því velunnandi,
og gladdi það margan mann, að það komst á fót.1 Ýmislegt
var það fleira, er hepti framgang stofnananna. Illkynjaður
sjúk-dómur (syfilis) kom upp og tafði vinnuna að mun. Harðæri
kom í veg fyrir akuryrkjuna og ýmsir hinna útlendu bænda voru
ódugnaðarmenn og lögðust í leti og ómennsku eða fóru um hæl
aptur. Magnús amtmaður Gíslason segir þannig í bréfi einu til
stjórnarinnar um norskan bónda, Óla Engilbrechtson, »að hann
hafi sýnt bæði ódugnað og þverúð við starf sitt; því á þeim 2
árum, er hann dvaldi hér, hefur hann eigi farið plógi um stærri
landspildu, en einn vinnumaður á 8 dögum vel gat pælt upp.
Hvorki hefur hann borið á þessa spildu né undirbúið hana á
nokkurn hátt, heldur að eins fyrir siða sakir kastað korninu í

heldur allar í einu byrjaðar, og peningarnir óspart tilsettir so sem
aldrei mundi sjá í botninn á kassanum. Gekk það viðlíka til sem
fyrir einum smið, er hefur of mörg járn í eldinum. Fiskiduggurnar
urðu að engu; þær útlenzku bændafamilíur útréttuðu ekkert, en
kostuðu mikið, og þóttust eigi getað lifað hér við landslagið.
Brenni-steins Raffinaden lukkaðist, og mun vel hafa betalað sitt ómak, en
hvar mun sá ávinningur hafa komið niður? IClæða og Töjfabrikken
var drifin sterkt, en þar sást enginn ávöxtur af, ekki renturnar.
Allt. af vantaði peninga, nokkrir fáeinir menn aðeins gátu lifað vel
og pragtugt. Ofan á þetta kom fjárpestin, og loksins leiddist
Regeringunni að útausa peningum til að undirhalda óhóf og óþarfar
bekostningar». í safni Jóns Sigurðssonar No. 247, 4° fmnast
nokk-ur "kvæði (7 að tölu) um stofnanirnar. Draga þau óspart dár að
stofnununum og hinum nýju fyrirtækjum og sneiða Skúla, þó í
spaugi sé. Kvæðin eru eptir ýmsa og sýna þannig, að
almenn-ingur hefur ekki haft mikla trú á fyrirtækjunum.

1 fannig hefur Jón Grunnvíkingur upp mikinn lofsöng, er það komst
á laggirnar (sjá No. 994, 4° í safni Árna Magnússonsr). Hann
segir þar meðal annars: «Fýrnefnda Landsins forbetran, hafa
marger, sem mier er áður noí-kuð kunigt, gooðer Patriotar, og
Landenu velunande haft í Sine fýr á Týmum, óskað henar og
skrifað um, eii eingvum riett luckast, at vera for gangs maður, at
setia hana í Verk og framqvæmd, sovel, sem nú Landfogetanum
Sgr. Skúla. . . . Guð legge þar til Blessan sý’na! En væntanlegt
er, að allir dugande Lands Menn mune Hr. Landfógetanum þat
þacka, honum þar f fylgia, og þar til styrkia, epter hvers eins
Efnum, Megne og Tilstande, sem og sier í Nýt færa, hvers Eg
og einnig af alhuga óska«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free