- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
57

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

57

opt hafði verið skortur á méli, timbri og annari nauðsynjavöru
á verzlunarstaðnum; að það opt hefði átt sér stað, að kaupmaður
kallaði hvern einstakan mann inn í búðina á eintal, og gerði
þar út um kaup og sölu við hann fyrir lokuðum dyrum, svo
enginn mætti bera vitni um, hvað þeim hefði farið á milli þar
inni; að kaupmaður seldi ýmislegt af vöru þeirri, er eigi væri
sett við vissu verði á verðlagsskrána, við hærra verði en tíðkaðist
á öðrum höfnum landsins, og loks það, að kaupmaður ástæðulaust
og eptir eigin geðþótta neitaði að veita fé því móttöku, er
menn kæmu með á verzlunarstaðinn til slátrunar, svo menn opt
og tíðum hefðu orðið að reka það heim aptur.’ Varð út af
þessu öllu saman allsnörp deila milli Skúla og Ovesens, einkum
þó út úr járninu og méltunnu nokkurri, er kaupmaður hafði selt
og Skúli haldið fram að væri moldarblandin. Kaupmaður fékk
Bjarna sýslumann Halldórsson til að flytja málið á þingi fyrir
sína hönd og börðust þeir lengi og nart um þetta Skúli og
Bjarni, en Skúli bar jafnan hærra hlut, þrátt fyrir það þótt
Bjarni beitti öllum sínum refjum og lagakrókum, og var Ovesen
hvað eptir annað dæmdur til að gjalda málskostnað, sem að
lokum nam talsvert miklu.2 En Hörmangarafélagið, er eigi hafði
fyrr átt slíku að venjast, sendi vorið 1747 klögun til
stjórnar-innar, úthúðaði Skúla og kvað hann fara með rangindi ein og
ójöfnuð. Stjórninni leizt þó öðruvísi á málið, er hún hafði haft
sannar sögur af því, og þótti engin ástæða til að taka í
taum-ana. Skúli bar þar frægan sigur úr býtum og þótti alþýðu manna,
sem Skúli hér hefði tekið málstað sinn og lauk miklu lofi á
hann fyrir.

Eptir að Skúli var orðinn landfógeti og tekinn að koma
stofnununum á fót, hafði hann enn meiri mök við félagið en
áður, og er í undanfarandi kafla lítið eitt vikið á, hvað þeim
helzt bar á milli Skúla og félaginu. Varð Skúla nú svo gramt
í geði við félagið út af aðförum þess við stofnanirnar að hann
lét ekkert tækifæri til að áreita það ónotað, og kvað svo ramt
að þessu, að hann jafnvel optar en einu sinni hljóp á sig af
ákefð eptir að uá sér niðri á kaupmönnum, því svo var með
hann sem marga aðra ákefðar- og framfaramenn, er berjast heitt
og af alefti fyrir einhverju máli, sem gagntekið hefir hug þeirra

1 Sjá Islandsk Journal A No. 711.

3 Sjá Alþingisbók 1748 og 1749.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free