- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
58

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 58

og björtu, að bonum hætti stundum við að hlaupa á sig.
Greinilegast kom þetta fram i viðureign hans við Budtz
kaup-mann í Grindavík árið 1754, og verður því eigi neitað að Skúli
sýndi þar hina mestu óbilgirni og ofstopa. En því var þannig
varið, sem hér segir.

Hinn 9. júlí árið 1754 komi Skúli til Grindavíkur með
skipsábata- og manntalsflsk konungs af Suðurnesjum. Var
fisk-urinn eins og venja var til fluttur á hestum. í>egar sást til
ferða landfógeta, bauð kaupmaður að draga upp fánann til
virð-ingar svo tignum gesti. Heilsuðust þeir með kossi landfógeti
og kaupmaður og féll hið bezta á með þoim. í för með
land-fógeta var Halldór stúdent Bjarnason Vídalín.1 £>egar þeir voru
stignir af baki bauð kaupmaður þeim inn í búðina og síðan inn
í kaupmanusklefann og setti fyrir þá eina flösku af frönsku víni,
sykurtvíbökur og ost. Eptir að þeir höfðu fengið sér hressingu,
gengu þeir út á stakkstæðið og tóku að vega flskinn, og var
hver baggi veginn fyrir sig. Voru þar viðstaddir Jón
lögréttu-maður Eyjólfsson og Jón nokkur Kortsson. |>egar búið var að
vega hinn fyrsta bagga, sagði kaupmaður að hann væri ein vætt
og tveir fjórðungar að þýngd. |>etta vildi landfógeti eigi
góð-fúslega kannast við, en sagði að hann hlyti að vera þyngri og
bað leyfis að mega sjálfur halda á pundaranum. Kaupmanni þótti
sér óvirðing ger i þessu og neitaði að sleppa pundaranum úr
hendi sér, en eigi máttu hinir greinilega sjá pundatöluna. I>egar
kaupmaður þannig hafði vegið alla baggana, bað Skúli þess, að
þeir væru vegnir um aptur. Lét kaupmaður það eptir honum,
en eigi fengu þeir enn glöggt að sjá þyngdina. Skúli lét þetta
þó fyrst um sinn kyrrt liggja og talaði ekki um. Bauð nú
kaup-maður Skúla og Halldóri Vidalin að neyta miðdegisverðar með
sér og þekktust þeir boðið; en áður Skúli gekk inn bað hann
menn sína að sjá svo til, að baggarnir væru eigi leystir upp fyrri
en hann kæmi aptur og gert væri út um þyngdina. Settust þeir
nú að borðum og var þar enn við staddur Niels Loy, er var
vinnumaður við verzlunina. J>egar þeir höfðu setið að borðum
litla hríð, barst talið á verzlunarsakir og fann landfógeti að
ýmsu og skeit út kaupmenn. Budtz svaraði honum en þó
hóg-værlega. f>ví næst spurði landfógeti kaupmann hvort hann vildi
lána sér 1—200 dali, er gjaldast skyidu aptur í Kaupmannahöfn,

1 Hann var sonur Bjarna sýslumanns Halldórssonar á ’þingeyrum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free