- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
75

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

75

kosti, að stjórnin gat á engan hátt gengið að þeim, svo
framar-lega sem hún eigi vildi baka sér ámælis allra íslendinga. |>á
var því það eit-t eptir, að konungur tæki að sér verzlunina og
léti reka á sinn kostnað. Var það loks úrskurðað með tilskipun
9. janúar 17591.

VI.

Hin íslenzka verzlun var rekin á kostnað konungs frá 1759
til 1763. Á þessu tímabili breyttist margt til batnaðar og náði
landið sér stórum aptur þótt eigi væri timinn lengri. Var í
ýmsu hliðrað til við landsmenn að því er verzlunina snerti, og
stofnununum var leyft að þróast og aukast óáreittum án þess
nokkurt hapt væri lagt á framvöxt þeirra. Tóku þær á þessum
árum stórum framförum og varð ávinningur að mörgum greinum
þeirra, einkum klæðagerðinni, sútuninni, færasnúningnum og
brennisteinssuðunni2. Varð eigi annað sagt, en að þær á þessum
árum uppfylltu vonir manna, og leit út fyrir að þær fyllilega
muudu ná tilgangi sínum ef þessu héldi áfram og eigi bæri neitt
óhapp að höndum. Á árunum 1752—1764 höfðu alls notið
atvinnu við þær í skemmri eða lengri tima 728 manns, og höfðu
allmargir þeirra, er þeir höfðu notið þar tilsagnar, síðar meir
verið sendir út um land til að veita mönnum tilsögn í
ullar-spuna, vefnaði o. fl.

En stofnanirnar áttu nú því miður eigi lengi þessum
dýrðardögum að fagna. Árið 1763 barst sú fregn til íslands,
að ákveðið væri að selja hinu «almenna verz lun arfél agi«
verzlun landsins á leigu. Ástæðan til þeirrar ákvörðunar var
einkum sú, að konungur þóttist eigi hreppa svo mikinn ágóða
af verzluninni, sem hann hafði vænt eptir og sem svaraði
um-stangi því og fyrirhöfn, er hún kostaði stjórnina. Hitt mun og
haf’a ýtt undir breytinguna, að enn bárust ýmsar umkvartanir
frá landsmönnum til stjórnarinnar, en hún þóttist gera allt hvað
í hennar valdi stóð til að fullnægja kröfum þeirra, og kvað
um-kvartanir þeirra sprottnar af óþakklæti einu og varð leið á
verzl-unarbraskinu. Skömmu eptir að fregnin um breytinguna barst
til Islands, skrifaði stjórn hins nýja félags stjórnendum stofnan-

1 Sjá Lovsaml. f. Isl. 3. B. bls. 341.

’ Sjá »Om Islands Opkomst’. Fylgisskjal C.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free