- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
76

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 76

anna bréf þess efnis, að í ráði væri að sameina stofnanirnar
verzluninni og báðu þá að gefa til kynna álit sitt um þetta mál.
Enn fremur báðu þeir Skúla að láta í ljósi álit sitt um, bve
mikið stofnanirnar mættu gefa af sér á ákveðnu tímabili ef þeim
væri vel sinnt. Bréf þetta kom ærið íiatt upp á stjórnendur
stofnananna, og vissu sumir þeirra eigi hvað til bragðs skyldi
taka. fó varð sá endir á, að hluthafendurnir gáfu Skúla og
Magnúsi amtmanni Gíslasyni, er báðir fóru utan á þessu hausti,
fullkomið umboð til að semja við verzlunarfélagið fyrir hönd
stofnananna, en fengu þeim þó 1 hendur til leiðbeiningar skjal
nokkurt, er þeir höfðu tekið saman á alþingi um sumarið.

Skúli var því í alla staði mjög mótfallinn að fá
verzlunar-félaginu stofnanirnar í hendur; bar hann ekkert traust til
fé-lagsins og grunaði það um gæzku. Ýms atvik urðu og til þess
að veikja traust hans á félaginu. jþannig hafði hann, er hann
kom til Hafnar um haustið, átt tal við einn af stjórnendum
verzlunarfélagsins um hina fyrirhuguðu sameiningu, og bafði
spurt hann, hvað félagið ætlaði fyrir sér með stofnanirnar ef
það næði þeim á vald sitt. Hinn svaraði: »Við ætlum að
kveykja i þeim og brenna þær upp til kaldra kola«. Svarið var
auðvitað eigi alvarlega meint, en það mun þó hafa snortið Skúla
óþægilega, Hefur honum máske beldur eigi getizt að því, að
kaupmaður tók undir þetta mál, sem lá Skúla svo mjög á
hjarta, með galsa og spaugi. Honum var því engan vegiun um
það gefið að láta félaginu stofnanirnar eptir.

Skúli krafðist þess fyrst og fremst af félaginu, að svo
framarlega sem hluthafendur stofnananna ættu að ganga að
sam-einingu, þá yrði það að skuldbinda sig til að halda
stofnunun-um á rentu sem 30,000 dala höfuðstól og enn fremur gjaida
hluthafendum 8000 dali fyrir að afsala sér þeim, og skyldi verja
því fé til lúkningar skulda stofnananna. Hélt hann því fram,
að stofnanimar eigi hefðu upprunalega verið settar á fót sem
hreint og beint gróðafvrirtæki, heldur miklu fremur með þvi
marki fyrir augum að leiðbeina landsbúum í j’msum
iðnargrein-um og þannig óbeinlínis styðja að velmegun landsins. Félagið
vildi með engu móti ganga að þessum kjörum hans, og var nú
þráttað um þetta allan veturinn og var engu líkara en að allir
samningar mundu falla niður. Skúli vildi eigi slaka til, en varð
þó á endanum að láta undan, þótt honum væri það þvernauðugt,
og færir hann til þess ýmsar ástæður. Var það fyrst, að hinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free