- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
78

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 78

tíma, er verzlunarskilmálinn 15. ág. 1763 heimilar félaginu
einkaleyíi til verzlunar á íslandi. Skulu stofnanimar svara 50
hlutabréfum í félaginu, er hvert jafngildi 500 dölum. Enn
fremur skuldbindur félagið sig til að borga 5000 dali af skuld
stofnananna og sjá svo til að afurðir þær, er stofnanirnar eiga
fyrirliggjandi í Kaupmannahöfn eða á íslandi, verði seldar við
svo háu verði, sem unnt er, og að andvirðið gangi til að borga
það, er eptir stendur af skuld stofnananna. 2. gr. Stofnanirnar
skulu við [skipakomu til íslands á yfirstandandi ári seldar í
hendur þeim mönnum, er félagið tilnefnir, og skyldi nokkurs
verða saknað af áhöldum þeim, er skoðunar- og virðingargerðin
frá síðastliðnu ári telur til, þá skal félaginu bætt það eptir
nefndri virðingargerð. Duggurnar með öllum reiða og áhöldum
skulu seldar af hendi þegar i stað hér í borginni. 3. gr.
Verzl-unarfélagið skuldbindur sig til eigi aðeins að viðhalda
stofnun-unum, heldur og að auka þær og efla til sameiginlegs hagnaðar.
Til að veita stofnununum forstöðu skulu auk bókfærslumanns
skipaðir 2 menn, nefnilega kaupmaður sá, er vezlun rekur á
Hólminum, og annar vel til fallinn maður, er á sér bústað á
Suðurlandi. Félagsstjórnin skipar þessa menn, og skulu þeir i
öllu vera henni hlýðnir og auðsveipir og standa reikningsskap
sinnar ráðsmennsku fyrir henni. 4. gr. Að svo miklu leyti sem
unnt er skulu landsmenn njóta atvinnu við stofnanirnar og
verzlunina. 5. gr. Ágóði sá, er falla kann af hlutabréfum
stofn-ananna, skal talinn hluthafendum út í Reykjavík í reiðu
pen-ingum árið eptir, að hann hefur fallið. 6. gr. Að þeim 20 árum
liðnum, er verzlunarskilmálinn heimilar félaginu einkarétt til
verzlunar á íslandi, skal félaginu og hluthafendum stofnananna
gefinn kostur á að semja með sér af nýju, ef slíkt kynni að
þykja æskilegt. Fari svo, að stofnanirnar að þeim tima liðnum
eigi séu í jafn góðu standi og nú, þá skal félagið bæta það að
fullu, en skyldu þær aptur á móti vera í betra standi, þá skulu
hluthafendur endurgjalda félaginu umbæturnar»1.

J>að er engum efa bundið, að Skúla hefur fallið það mjög
þungt að þurfa að láta undan i þessu efni og má marka það
bæði af hinum mikla drælti, er varð á málinu, og eins af
orð-um Skúla síðar meir. En þótt hann nú á endanum neyddist til

1 Sjá Pontoppidan: Samlinger til et Handels-Magazin for Island. II.
B. Kmh. 1788. BIs. 87-90.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free