Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.
77
nýji verzlunarskilmáli eigi tók neitt fram viðvíkjandi vörum þeim,
er stofnanirnar kynnu að þarfnast, og mátti því búast við að
deilurnar um þetta atriði mundu rísa af nýju milli stofnananna
og verzlunarféiagsins. Hin önnur ástæðan var sú, að félagið var
í svo mildu áliti og átti svo mikið undir sér, að engar líkur
voru til þess að andæfendur þess mættu fá máli sínu
fram-gengt, en hitt eigi ólíklegt, að félagið mundi hugsa þeim gott
til glóðarinnar síðar hvað verzlunarviðskipti snerti. Jj>ótt nú
Skúli allt til þessa hefði sýnt, að hann hvergi hræddist
kaup-menn, þá var það samt engu að síður ægilegt að ganga þegar í
stað í berhögg við voldugt félag og vekja óvild þess, því allir
voru að einhverju leyti upp á verzlunarfélagið komnir, og
ætt-um vér íslendingar manna bezt að geta sett oss það fyrir sjónir.
Magnús Gislason iét heldur ekki sitt eptir liggja að hvetja til
sameiningar af ölium kröptum og var hann orðinn bæði þreyttur
og leiður á öllum þeim stympingum og stímabraki, er af
stofn-ununum reis. Hér við bættist enn, að Moltke greifi, sem frá
upphafi hafði verið vinur og verndari stofnananna og átt hafði
mikinn þátt í að greiða þeim veg, réð fastlega til að taka
til-boðum félagsins og taldi það hinn vissasta veg tii að efia þær og
auka. Skúla var þrátt fyrir alit þetta enn lengi vel um og ó,
og var sem honum segði hugur um, að sambúðin eigi mundi
verða blessunarrík. Svo virðist sem verzlunarfélginu hafi verið
mjög umhugað um málið, því það lofaði ótilkvatt öllu fögru, svo
sern að leggja tregðulaust fram fé eptir því sem þurfa þætti til
eflingar stofnununum, borga skuldir þeirra o. s. frv. En það
sem að lokum reið baggamuninn var það, að Skúla var tilkynnt
að það væri vilji konungs að samningar kæmust á. Var það
bæði að menn á þeim tímum báru svo mikla lotningu fyrir
ein-valdskonunginum, að nafn hans eitt var nægilegt til hvers sem
var, og svo bættist hér við í þessu tilfelli, að stofnanirnar áttu
mestmegnis rausn konungs tilveru sina að þakka. Skúli gaf því
loks samþykki sitt, þótt eigi væri það honum Ijúft, og var
samn-ingurinn fuilger i apiíl 1764.
Samningurinn er dagsettur í Kaupmannahöfn 2. apríl og
skrifaði félagsstjórnin undir hann fyrir hönd félagsins, en þeir
Magnús amtmaður og Skúli fyrir hönd hinna íslenzku
hluthaf-enda. Aðalinntak hans er sem hér greinir: >1. gr.
Stofnan-irnar með öllum réttindum, er þeim fylgja, skulu sameinaðar
verzlunarfélaginu, og skal samningur þessi gilda fyrir allan þann
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>