- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
81

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

81

sem tækifæri bauðst. Var það meðal annars eitt ágreiningsefnið,
að félagið eigi galt nema 3000 dali af þeim 5000, er
samningur-inn getur um, upp í skuld stofnananna. En brátt bar þeim
annað meira á milli, og harðnaði rimmau dag frá degi.
Aðal-ágreiningsefnið var það, er hér segir. A aðalfundi
verzlunar-félagsins í Kaupmannahöfn hinn 10. apr. 1765 var samþykkt að
skjóta til 100 dölum á hvert hlutabréf í félaginu til þess að auka
og efla verzlunina. J>essa 100 dali skyldu hluthafendur
félags-ins gjalda í tvennu lagi, 11. júní og 11. dec. sama ár. f>eir
Magnús amtmaður Gíslason og Pingel etazráð, er fyrr hafði verið
amtmaður1 og átti hlut í stofnununum, voru í Kaupmannahöfn
er þetta gerðist og samþykktu fjárframlagið fyrir hönd hinna
ís-lenzku hluthafenda. Skyldu þeir allir í sameiningu skjóta til
5000 dölum og var það allmikið fé. J>egar fregnin um þessa
fundarályktun barst til íslands, varð Skúli óður og uppvægur og
þótti sem þetta fyrirkomulag væri þvert ofan í alla samninga.
Týgjaði hann sig þegar til og fór utan til þess að reyna að telja
félagsstjórnina af þessu. En eins og nærri má geta varð lítið
úr samkomulagi og sat félagsstjórnin fast við sinn keip. Skúli
aptur á móti neitaði algerlega fyrir hönd samfélaga sinna að
svara þessu 5000 dala tillagi, en félagsstjórnin lét þá til að
storka honum selja við uppboð 70 sk’B’ af íslenzkri ull, er
fé-lagið átti fyrirliggjandi í Kaupmannahöfn. Má geta því nærri
að Skúla hefur tekið þetta sárt, er svo var mikill ullarskortur á
íslandi, að vænta mátti að ullariðnaðurinn þá og þegar legðist
niður. Tók nú Skúla að gruna margt um fyrirætlanir félagsins,
er hann sá þessar tiltektir, og varð hann ærið hugsjúkur um
framtíð stofnananna.

Nú leið og beið, félagsstjórnin vonaði stöðugt eptir
tillaginu-frá hinum íslenzku hluthafendum, en engir peningar komu.
Fé-lagið sá sér því að lokum eigi annað fært en að hefja málsókn
gegn Skúla og samfélögum hans, og fengu þeir 17. apríl 1767
skipaða fjögurra manna nefnd til að dæma málið. Var nefnd
þessari falið á hendur að úrskurða: 1. Hvort hinum íslenzku
hluthafendum eigi beri innan ákveðins tíma að gjalda áðurnefnt
100 dala ofanálag á hvert hlutabréf, ásamt áföllnum rentum, og
svo framarlega sem þeir eigi geri það, hvort þeir þá eigi skuli

’ Pingel var vikið frá fyrir ódugnaðar sakir 1752.

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free