- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
102

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

102

skúli landfógeti magnússon.

fiýta fyrir málinu svo það mætti taka fyrir í hæztarétti á næsta
hausti, en stiptamtmaður kvað nei við. Hvað honum hefur
gengið til að neita þessu, er eigi gott að vita, en líklega hefur
hann óttast, að Skúli mundi eigi láta hann í rónni, ef hann
vissi það, fyrri en einhver endir yrði á málinu. Stiptamtmanni
var eins og áður er frá skýrt sárnauðugt að eiga nokkuð við
málið og auk þess var hann heldur í nöp við Skúla af ýmsum
ástæðum og lét sér eigi neitt sérstaklaga umhugað um að hann
fengi máli sínu framgengt.

Aptur var réttur settur síðla dags daginn eptir og var þar
lesið upp svo látandi skjal: »Með því að yfirréttinum á
síðast-liðnu ári (1774) eigi var fullljóst, hvort mál þetta skyldi dæma
þar eða eigi, þar eð konungur er annar málsaðili, var leitað
úr-skurðar stjórnarinnar, en hann kom svo seint til landsins, að eigi
var nægur tími til að gera nefndarmönnum aðvart. Af þessari
ástæðu, og svo vegna hins, að Lindberg hefur svo sterklega
vé-fengt réttmæti nefndarinnar, að aðeins nefndarmenn sjálfir mega
réttlæta sig, álítur yfirrétturinn það hentast að fresta málinu til
næsta árs, og er því hér með málspörtum stefnt að mæta fyrir
yfirrétti hinn 18. júlí næstkomandi ár«. —

|>annig brugðust þá enn vonir Skúla og var honum harla
gramt í geði og óskaði yfirréttinum og öllum lians drætti og
dauðyflishætti norður og niður. fennan sama dag lögðu flestir
af dómurunum á stað af f>ingvelli, og hvísluðu margir þeirra
landfógetanum því í eyra við brottförina, að þeir eigi mundu
koma til þings á næsta ári ef þeir naættu ráða, því þeir hefðu
enga löngun til að fást við og dæma slíkt stórmál. Ólafur
amt-maður Stephensen kvaðst engan þátt vilja taka í málinu, vegna
þess að tengdafaðir hans, Magnús amtmaður Gíslason, hafi verið
svo mikið við það riðinn. fannig voru horfurnar, er Skúli reið
af þingvelli sumarið 1775.1

A næsta sumri var málið tekið fyrir í yfirréttinum, eins og
gert hafði verið ráð fyrir. Eptir langar bollaleggingar komust
dómendur loks að þeirri niðurstöðu, að nefndargerðin yrði að
álítast ógild með því að annar nefndarmanna væri í venzlum við
landfógeta, og ýmsa fieiri galla fundu þeir á málinu. Yar þetta
heldur en ekki snoppungur fyrir Skúla eptir allt umstang hans
og fyrirhöfn. f>að sem nú í raun og veru lá næst fyrir var að

1 Sjá Islandsk Journal 1775 No. 74.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free