- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
103

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

103

leita úrskurðar hæztaréttar um Iögmæti nefndarinnar; ef
hæzti-réttur svo staðfesti úrskurð yfirréttarins, var eigi annað fyrir en
að fá nýja nefnd og taka málið fyrir á nýjan leik, leiða fram
vitni, bíða úrskurðar nefndarinnar, áfrýja honum til yfirréttar og
loks láta málið ganga til hæztaréttar, því þegar um svo mikla
upphæð var að ræða, þóttust menn ekki geta sætt sig við minna
en úrskurð hæztarættar. En þessi leið var bæði löng og harla
kostnaðarsöm og virtist allt annað en árennileg. Skúli lét þó
eigi þetta fá á sig, því það var kominn eins og hálfgerður
ber-serksgangur á hann, og bjóst hann nú að kljúfa þrítugan
ham-arinn. Stefndi hann málinu hispurslaust fyrir hæztarétt 14. febr.
1777, en tók þó fram í stefnunni, að hann væri eigi með öllu
ófús til sætta ef bonum byðust viðunanleg kjör. Enn var látið
svo heita að félagið væri annar málsaðili og brá það skjótt við
og stefndi aptur á móti 31. marz s. á. og kom einnig fram með
sáttaboð í stefnunni.

pegar á málið er litið, má finna margar ástæður til þess,
að báðir málsaðilar óskuðu sátta. Var það fyrst, eins og þegar
hefur verið tekið fram, að það var því nær ókljúfandi kostnaður
fyrir hina íslenzku hluthafendur að halda málinu áfram eins og
nú stóð, svo þeir máttu vel gera sig ánægða með nokkurn
veg-inn aðgengilega sáttaskilmála. Önnur ástæðan var sú, og hún
var engan veginn minni, að það í raun réttri eigi var lengur
félagið, er átti að svara til sakar í málinu, þótt svo væri látið
heita, heldur konungur. Hann hafði að fullu og öllu tekið að
sér verzlunina, keypt öll hlutabréf félagsins og tekið við
stofn-ununum ásamt öllum skyldum og réttindum félagsins. Hvorki
Skúla né samfélögum hans var mikið um það gefið að halda
mál-inu til streitu úr því konungur var annar málsaðili, en þóttust þó
eigi með öllu mega láta málið falla niður. A hinn bóginn mátti
konungur eiga það víst ef haldið væri lengra út í sakirnar að
tapa aðalmálinu, nefnilega að því er snerti það ákvæði
samn-ingsins frá 1764, að stofnanirnar skyldu seldar af hendi í jafn
góðu standi að 20 árum liðnum. Hefði það fyrst og fremst
krafið ærna peninga að kaupa n}’jar duggur í stað hinna gömlu,
er félagið hafði lógað, útvega ýms ný áhöld og bæta húsin; en
hitt hefði þó máske orðið enn erviðara að smala saman fólki því,
er burt hafði verið vísað, eða fá til annað, er jafn vel kunni til
iðnaðar. Var sumt af fólkinu fallið frá eða komið í aðra stöðu,
er engin von var til að það vildi hlaupa frá, en Skúli og sam-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free