- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
130

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

130

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 130

verzlun á Islandi, en landið hefur áður betur getað borið hana
en nú, er það er þjakað og niðurdrepið af einokunarverzluninni.
Allt það, er bendir á skaðsemi einokunarverzlunarinnar að því er
Isiand snertir, sýnir um leið nytsemi hinnar frjálsu verzlunar.1

»Landkommissi onin« átti nú í raun og veru úr vöndu
að ráða. Að vísu voru flestir embættismenn á því, að bezt væri
að koma á sórverzlun fyrir vissar hafnir, en álitu þó frjálsa
verzlun heppilegasta af öllu, ef nokkur kostur væri á að
inn-leiða hana. J>á voru enn nokkrir, er engar nýjungar vildu og
þótti bezt að halda í’ast við hina gömlu félagsverzlun,2 og loks
vöru þrír menn, er fast og eindregið héldu fram frjálsri
verzlun, og hafði stjórnin sjálf fengið nefndarmönnum frumvarp
Skúla í hendur og iagt þeim á hjarta að yfirvega það vel og
rækilega. Nefndarmenn fundu margt og mikið að athuga við
uppástungur Skúla og þótti ógerningur að laga íslenzka verziun
eptir þeim. í fyrsta lagi þótti þeim engin von tii þess, að
dug-legir kaupmenn, er væru fjáðir og hefðu lánstraust, vildu
yfir-gefa föðurland sitt og flytja til Islands. I öðru lagi þótti þeim
sem tollreikningur Skúla yfir útflutta vöru af íslandi væri fjarri
öllum sanni, og i þriðja lagi óttuðust þeir, að verð á
uauðsynja-vöru mundi stíga fram úr öllu hófl, er svo hár tollur væri lagður
á hana. Komust þeir loks að þeirri niðurstöðu, að sem stæði
mundi frjáls verzlun hvorki vera holl fyrir konung né landið, en
létu þe3s getið um leið, að vei mætti hafa þetta í hyggju og
búa sig undir það i kyrþey. Alitu þeir fyrst og fremst, að sem
mesta alúð bæri að leggja við jarðræktina. f>egar svo íbúum
tæki að fjölga og kjör þeirra að batna, þá fyrst væri til þess
hugsandi að koma upp einu eða fleiri kauptúnum. Til þess að
búa landsmeun undir að taka þátt i verzluninni, álitu þeir að
nauðsynlegt væri að velja 10—12 efnilega embættismanna- og
bændasyni og koma þeim i vist hjá hinum beztu kaupmönnum
í Björgvin, Molde, |>rándbeimi og Kristjánssundi. Skyldu þeir
sitja í vistinni í 12 ár til þess að kynnast nákvæmlega öllum
verzlunarsökum.3

Dm þessar mundir var tekið að fjúka í ílest skjól fyrir

1 Sjá ’Landlcomm. Dokumenten lit. BB.

3 Einn á meðal þeirra var Bjarni sýslumaöur Halldórsson.

3 Sjá >Betœnkninger og Forslag fra de beskikkede Kommisscerer i
Island.« (Á Ríkisskjalasafninu).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free