- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
139

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

139

sína, amtmennina og stiptamtmennina. Svo að segja frá fyrstu
byrjun embættisfærslu sinnar sem sýslumaður, og allt þar tii er
hann dregur sitt síðasta andartak, er hann að einhverju leyti
missáttur við þá. Hann byrjar með því að storka Lafrentz
amt-manni, er hann hafði lagt bann fyrir utanför hans svo hann
eigi mætti sækja um Skagafjarðarsýslu, og hann endar með,
kar-lægur og hálf elliær, að gera Ólaf stiptamtmann Stephensen hálf
örvinglaðan með framferði sínu. Og þegar litið er
nákvæm-lega á deilur þessar, fær það eigi dulizt, að hann í allflestuin
tilfellum á upptökin, þótt honum endur og sinnum kunni að bafa
verið gert rangt til.

J>egar eptir að hann hafði fengið veitingu fyrir
landfógeta-embættinu, varð hann missáttur við Pingel amtmann. Var svo
ráð fyrir gert, að hann sæti á Bessastöðum ásamt með
amt-manni’ eins og áður hafði tíðkast. Höfðu amtmenn og
landfó-getar allt til þess tíma í sameiuingu haft jörðina til ábúðar.
Skúli vildi helzt vera eirin i ráðum að því er búskapinn snerti,
því bann var vanur rausn og höfðingsskap frá Ökrum og undi
sér illa á tvíbýli. Bauðst hann til að standa fyrir búskapnum
og halda vinnuhjúin, en leggja amtmanni til það er hann þyrfti
til viðurlífis. f>etta þótti amtmauni lítil kostaboð og vildi með
engu móti ganga að þeim. Skúli tók sig þá til og skrifaði
stjórninni og bað um aðra jörð til ábúðar. Nefndi hann þar
helzt til Viðey, er var konungsjörð og hafði um nokkur ár verið
eins konar athvarfsstaður fyrir sjúklinga og sveitalimi. Gerði
hann ráð fyrir að stjórniu léti byggja þar nýtt bús handa sér,
því hann þóttist eigi mega hafast við í hreysum þeim, er þar
voru fyrir. Lét stjórnin þetta að beiðni hans og var svo ráð
fyrir gert, að þeir Skúli og amtmaður skiptu með sér
vinnu-fólki því, er var á Bessastöðum, og skyldi helmingur þe?s flytja
i Viðey með Skúla.

Amtmaður varð mjög gramur yfir þessum málalokum og
þóttist illa haldinn, er Skúli skyldi hafa góða jörð til ábúðar og
eiga í vændum nýtt hús, en hann sjálfur mega tii að sitja einn
eptir á Bessastöðum, er um þær mundir meira líktist
litilfjörleg-um kotbæ en rausnarlegu höfðingjasetri. Ekki bætti það heldur
úr skák, að Skúli fékk vinnubjúaskiptunum þannig í’yrir komið,
að meiri hluti hjúanna fylgdi honum og amtmaður sat eptir með
eina 3 vinnumenn, eina vinnukonu og einn vikadreng. Flutti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free