Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
146
SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 146
væru gerðir upp að sumrinu til, og kvað stiptamtmann sýna
óréttvísi og yfirgang í þessu máli og væri upphæð sú, er hann
hefði nefnt til, ákveðin af handa hófi. Stiptamtmaður tók
af-sakanir Jóns alls eigi til greina og gaf honum 14 daga frest til
að afla peninganna. En er til kom sá hann sig um hönd og
kom aptur í Viðey að 2 dögum liðnum. Lagði hann hapt á
eigur þeirra feðga í nafni konungs og lét virða þær til
trygg-ingar ijárhirzlunni. En hann lét sér eigi aðeins nægja með
þetta, heldur vék hann þar á ofan báðum landfógetunum úr
em-bætti, höfðaði mál á móti þeim og setti fulltrúa sinn, er
Lin-dahl bét, til að gegna embættinu. Kom það fyrir ekki, að eigur
þeirra feðga, er virtar voru, yfirstigu skuldaupphæðina og að
Skúli auk þess hafði sett 1000 dala veð til tryggingar konungsfé
er hann tók við landfógetaembættinu. Ekki stoðaði það heldur,
að þeir Óiafur amtmaður Stephensen, Árni biskup |>órarinsson
(bisk. á Hólum 1784—87), Jón sýslumaður Arnórsson ’og
Hall-dór sýslumaður Jakobsson (sýslum. 1758—90) buðust til að
ganga í ábyrgð fyrir því fé, er kvnni að vanta í fjárhirzlu
land-fógeta, ef stiptamtmaður aðeins vildi falla frá málssókninni og
leyfa landfógetunum að sitja kyrrum í embætti. Levetzow var
með öllu óbeygjanlegur og vildi engum friðarboðum taka. Verður
eigi annað sagt en að hann hafi tekið óþarflega strangt á þeim
feðgum þegar litið er til þess, að full trygging var fyrir
upp-hæð þeirri, er vantaði í fjárhirzluna. Tilkynnti hann stjórninni
gerðir sínar með bréíi dags. 14. júní 1786, og kvaðst hafa vikið
landfógetunum frá embætti fyrir »ranga embættisfærslu og
óhlýðni gegn skipunum yfirboðara síns«. Biður hann stjórnina
að senda sér skeyti um, hvort landfógetunum skuli leyft að hafa
hönd yfir eigum þeim, er heptar hafi verið, og njóta launa sinna
meðan málsóknin standi yfir.1
Stjórnin svaraði aptur 12. ágúst s. á. og kvaðst vera
stipt-amtmanni samþykk hvað virðing og hepting eignanna snerti og
sömuleiðis í því að víkja Jóni frá embætti, »Ef nú Jón hefði
getað fært sönnur á mál sitt«, segir hún enn fremur, »að faðir
hans hafi tekið fé þetta og haft utan með sér, þá hefði verið
sjálfsagt að láta Skúla sæta sömu kjörum; en þar eð eigi verður
sannað, að hann hafi gert það, þá hvílir eðlilega grunurinn um
að hafa sólundað fénu á Jóni einum, og það því fremur, sem
’ Islandsk Journal 1786 No. 128.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>