- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
147

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

147

bann í þau 3—4 ár, er faðir hans hefur dvalið erlendis, hefur
einn haft á hendi fjárvörnina og embættisfærsluna«. Hversu
breyta skuli gagnvart Skúla, álítur stjórnin sér eigi fært að
ákveða nánar fyrri en séð verði, að hve miklu leyti honum
tak-ist að jafna fjárhallann og koma reikningunum í samt lag.
»En«, bætir hún við, »þar eð hann því aðeins má gera nákvæm
reikningsskil, að hann hafi embættisskjölin undir höndum, þá
getum vér eigi, svo framarlega sem eigi ber önnur óvænt atvik
í málinu að höndum, séð neina meinbugi á því, að hann aptur
sé skipaður í embættið þar til nánari fyrirskipanir kunna að
verða gerðar«. Að Jóni sé eigi leyft að þjóna embættinu fyrst
um sinn, álítur stjórnin sjálfsagt og gerir enda ráð fyrir að
málið megi fara svo, að hann hafi fyrirgert loforði stjórnarinnar
um að verða eptirmaður föður síns.1

Skúla var boðið að fara þegar í stað heim til Islands
og gera upp reikninga sina. Skipaði stjórnin honum að gera
það framvegis á hverjum ársfjórðungi, svo hægra væri í fljótu
bragði að kynna sér fjárhag landsins, og fékk honum í hendur
eyðublöð, er hann átti að fylla út, og sem sýndu, hvernig
reikn-ingunum skyldi hagað framvegis. Óðar en Skúli sté á land, tók
hann að fást við reikningana fyrir siðastliðið reikningsár (1785—
1786). Fékk hann það út úr rannsókninni, að eigi ætti að vera
meira í fjárhirzlunni en 74 rd. 51 sk. og hafði hann þó eigi
talið þar með laun sin fyrir yfirstandi ár. Levetzow þóttu
reikn-ingar þessir undarlegir, en fékk þó eigi hrakið þá að svo stöddu.

]?að er um mál það að segja, er Levetzow höfðaði gegn
landfógetunum, að héraðsdómarinn, Vigfús sýslumaður
J>ór-arin8on2, kvað upp þann dóm þrátt fyrir mótmæli
stipt-amtmanns, að málinu skyldi frestað þar til Skúli væri
kom-inn til landsins og mætti halda upp vörnum fyrir sig. Yar
það tekið fyrir á ný skömmu eptir útkomu Skúla. J>að sem
Levetzow fór fram á, var hvorki meira né minna, en að báðir
landfógetarnir skyldu dæmdir til að hafa fyrirgert embætti sinu.
Bar hann eigi aðeins þær sakir á þá feðga, er áður er um getið,
heldur týndi til ýmislegt frá fornu fari, er athugavert þótti.
Kærði hann Skúla fyrir það, að hann árið 1781 hefði talið

1 Sjá Rentekamm. isl. Kopibog 1786 No. 1265.

3 Vigfús þórarinsson var sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu
1781—89, en það ár varð hann sýslumaður í Rangárvallasýslu.

10*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free