- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
152

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 152

Ólaf eitthvað, þótt eigi sé þess getið. Má geta þess til, að hann
eigi hafi sýnt Ólafi þá virðingu, er honurn bar eptir stöðu sinni,
og hafi skákað í því skjólinu, að Ólafur var yngri og hafði áður
fyrr verið skjólstæðingur hans. Hefur Skúli því ef til vill ætlað,
að sér mundi haldast ýmislegt uppi, er honum eigi var hent að
bjóða hinum erlendu amtmönnum og stiptamtmönnum. Hitt er
aptur á móti víst, að Ólafur var maður vandur að virðingu sinni
og þoldi illa að nokkur træði sér um tær. Átti hann og
stórmikið undir sér um þessar mundir og laut honum þvi nær
allur embættislýður á íslandi, eigi aðeins sökum hefðarinnar,
heldur og frændsemis vegna. Stefán |>órarinsson systursonur
hans var amtmaður norðan og austan. Magnús sonur hans var
varalögmaður sunnan og austan, en Stefán sonur hans
varalög-maður norðan og vestan. Björn sonur hans var varanótaríus
við yfirréttinn og Oddur hálfbróðir hans nótaríus og
klaustur-ha’.dari á f>ingeyrum. Sigurður hálfbróðir hans var biskup
á Hólum og Hannes biskup Finnsson hafði verið kvæntur
dóttur hans. Sökum þessarar frændsemi hafði Ólafur meira fylgi
á Islandi en nokkur embættismaður fyrr eða síðar, og var
hon-um því eigi láandi, þótt hann eigi vildi þola ójöfnuð eða
van-virðing af neinum.

í tilefni af áðurnefndu bréfi Ólafs, ritaði stjórnin honum og
tók upp það ráð til þess að gera Ólafi léttara eptirlitið með
sjóð-um þeim, er voru í vörzlum Skúla, að allir þeir, er inna skyldu
opinber gjöld til landfógeta, ættu fyrst að gera Ólafi aðvart.
Mætti bann þannig hafa eptirlit með fé því, er inn kæmi, og í
fljótu bragði sjá, hvort fjárþurð væri hjá landfógeta eður eigi.1

Svo fór enn sem fyrr, að eptir því sem á leið harðnaði
rimman. Var sem Skúli æstist við aðfinnsluna. Kann þetta í
fljótu bragði að virðast undarlegt og óskynsamlegt af honum, en
þegar á allt er litið, mun það sannast, að það eigi ætíð var af
frjálsum vilja að hann beitti þrjózku gagnvart yfirboðurum
sín-um, heldur út úr vandræðum. pað mun varla vera nokkrum
efa undirorpið, að Skúli hefur tekið traustataki á fé því, er bann
hafði undir höndum. fýðir eigi að draga neinar dulur á það.
Hvenær honum fyrst hefur orðið það á, verður eigi sagt með
vissu, en nær mun sú tilgáta fara, að hann hafi gert það um
það bil, er hann stóð í stímabraki við verzlunarfélagið út úr

1 Sjá Rentekammerets isl. Kopibog 1791 No. 129.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free