- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
153

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

153

stofnununum og dvaldi lengst í Kaupmannahöfn. Hljóta þau
málaferli og dvalir hans erlendis að hafa kostað hann ærna
pen-iuga, en lauu hans voru eigi mikil, og hefur haun þá gripið
hendi sinni í landfógetafjárhirzluna af brýnni þörf og bugsað sér
að jafna það aptur bráðlega. En þegar einu sinni er í óefni
komið, þá er annað auðveldara en að koma öllu í samt lag aptur,
og úr því einu sinni var búið að finna fjárhirzluskort hjá
hon-um, lék þaðan af stöðugur grunur á embættisfærslu hans og
amtmennirnir og stiptamtmennirnir vofðu stöðugt yfir höfði
hon-um. Greip hann þá til þess óyndisúrræðis, er mörgum hefur
orðið að vegi að grípa til undir líkum kringumstæðum, en það
var að flækja reikninga sína, og tókst honum að minnsta kosti
með því að draga tímann, þótt eigi mætti hann með öllu leyna
fjárþrotinu. Meðan amtmenn og stiptamtmenn voru nýjir í
em-bætti og óvanir embættisfærslu og eigi fyllilega búnir að koma
sér fyrir í stöðu sinni, tókst honum að jafnaði að leyna þessu
fyrst framan af. Gengu yfirboðar hans heldur eigi ætíð fast að
honum fyrst í stað, því þeim var það vel kunnugt, að hann hafði
notið mikils trausts hjá stjórninni og að hann átti þar bróður
að baki, er Jón Eiríksson var, en Jón var meðlimur
stjórnarráðs-ins. jpegar þeir svo seinna meir tóku að ganga ríkar eptir
hon-um og hann sá, að hann mátti eigi lengur undan færast, reis
hann öndverður gagnvart þeim með öllum sinum gamla og
með-fædda embættishroka, neitaði þeim um skjöl og skilríki og gerði
þeim allt til angurs. Endaði svo jafnast með fullum fjandskap
og endur og sinnum með málssókn.

Ólafur, er þekkti Skúla frá fornu fari, lét eigi á tálar
drag-ast af honum. Hann heimtaði tafarlaust skýra reikninga og
þoldi engar vífilengjur. Gekk hann nú aptur á móti nærri því
of hart að Skúla með reikningsskilin og gaf honum tæplega
nægan tíma til að semja reikningana og varð því hálfgerður
fljótfærnisbragur á þeim. Tilkynnir Ólafur aptur á ný
stjórn-inni í bréfi dags. 24. febr. 1791, að hann sjái sér eigi fært að
hafa nákvæmt eptirlit með landfógeta, því hann geri sér enn
sem fyrr allt far um að flækja reikningana. Kveðst hann því
hafa farið beina leið í Viðey og tekið af honum fjárhirzluna með
8000 dölum í og fengið Meldahl amtmanni í hendur, svo landfógeti
eigi gæti dreift úr henni fénu án eptirlits. Fer hann þess á leit
við stiórnina, að hún skipi mann til að aðstoða Skúla í embætt-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free