- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
160

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

160

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 160

lieldur hafði þar verið eins konar útibú frá Bessastöðum og
at-hvarfsstaður fyrir 12 sjúklinga, er voru aldir þar á opinberan
kostnað. Var að jafnaði eigi haldinn þar annar kvikfénaður en
innstæðupeningur klaustursins og nokkrar skepnur frá
Bessa-stöðum. Árni Magnússon fer svofeldum orðum um Viðey í
jarða-bók sinni: »Tún eru mikil og meiri part slæm. Engi mikið og
gott ef nýtt og ræktað er. Eggver hefur hér gott verið á
eyj-unni, en er nú að mestu eyðilagt®.1 Eins og sjá má af þessu
hafði Skúli hér gott verksvið fyrir búskaparframgirni sina.

í það mund er Skúli tók við eynni, voru húsakynni þar
mjög slæm. Höfðu Bessastaðamenn frá fornu fari annast
húsa-gerð, en þegar þess er gætt, að húsakynnin á Bessastöðum,
sjálf-um »konungsgarðinum«, voru ill og hrörleg, má það eigi undrum
sæta, þótt eigi væru þau reisuleg á útibúinu. Skúli fór þess
á leit við stjórnina, er hann sótti um Viðey til ábúðar, að reist
væri þar nýtt bús handa honum, og féllst stjórnin á það.2
fegar hann fór í erindum sínum til Danmerkur árið 1751, hafði
hann utan með sér nokkuð af grásteini til sýnis og lagði það
til, að húsið væri byggt úr honum. Féllust byggingameistarar á
þá uppástungu hans. Var árið eptir tekið að reisa húsið, en
ekki var því lokið fyrri en árið 1755. Meðan á
húsabygging-unni stóð hafðist Skúli við í tjöldum, en lét þó siá upp
timbur-kofa handa sér til að sofa í og til að verja skjöl sín vætu.
Hann lét sem mest vanda alla smíð á húsinu og leitaðist við að
gera það svo vel úr garði, sem frekast var unnt. Til þess að
koma í veg fyrir að húsið læki, var þakið allt vandlega troðið
og bikað og tjaran blandin selslýsi. Skömmu síðar lét haun
aptur bika það með hálfsoðinni tjöru blandaðri smásteyttri
tré-kolaösku. Gólf og lopt var tvöfallt og fyllt upp á milli með
deigulmó. Húsið var 36 álnir að lengd, 18 álnir að breidd og
6 álnir undir þak og hafði inni að halda 7 herbergi til íbúðar,
eitt búr og 2 eldhús. |>ess má geta, að ofnar voru í öllum
her-bergjunum, og var það fágætt á þeim tímum. Húsið var fyrst notað
til ibúðar sumarið 1754 af þeim Magnúsi amtmanni Gislasyni,
Bjarna sýslumanni Halldórssyni, porsteini sýslumanni
Magnús-syni og Brynjólfi sýslumanni Sigurðssyni, er þeir dvöldu í Viðey
í þarfir stofnananna. Eptir brottför þeirra flutti Skúli í það, en

1 Sjá jarðabók Árua Magnússonai’ fyrir Kjósarsýslu.

3 Lovsaml. f. Isl. 3. B. bls. 94 og 125.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0170.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free