Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
SK.ÚLI LANDFÓGETI AIAGNÚSSON.
161
eigi var innansmíðum lokið fyrri en árið eptir. pegar
smíðun-um var lokið, kallaði Skúli á menn og lét halda skoðunargerð á
húsinu. Luku þeir á það hinu mesta lofsorði og sögðu »að slíkt
hús hefði aldrei fyrr sést á íslandi*.1 Máttu þeir vel gera það,
því húsið stendur enn í dag og að vonum mörg ár hér eptir.
Til byggingarinnar gengu alls 4018 dalir og var það allmikið fé.
Eptir að Skúli var orðinn landfógeti, hélt hann hinum
upp-tekna hætti sínum að því er snerti rausn og höfðingsskap. Bar
þó eigi jafn mikið á rausn hans og gestrisni nú eptir að hann
kom í Viðey og meðan hann sat á Ökrum, enda var
gesta-nauðin miklu minni, því Viðey lá afskekkt. Bauðst honum
sjaldan tækifæri til að.^sýna rausn sína, nema ef vera skyldi á
alþingi. Hélt hann á stundum veizlur vinum sínum og
fylgi-fiskum í búð sinni á f>ingvöllum og þótti þá berast allmikið á,2
pegar hann gat komið því við, safnaði hann og að sér gestum í
Viðey. J>annig sátu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson
all-lengi í Viðey, er þeir ferðuðust á íslandi, og meðlimum
»Land-kommissíonarinnar« bauð Skúli að dvelja með sér svo lengi sem
þeim þóknaðist. Vetur þann, er Bjarni Pálsson sat í Viðey,
kenndi hann Rannveigu dóttur Skúla, er þá var 17 ára að aldri.
Var vingott með þeim Bjarna og henni og varð hún þunguð af
hans völdum, svo Skúli flýtti sér að láta pússa þau saman.
Mun Skúli hafa átt mikinn þátt í því, að landlæknisembættið var
stofnað handa Bjarna (1760), því um þessar mundir mátti hann
sín mikils hjá stjórninni í öllum þeim málum, er Island snertu.
Um sömu mundir gekk Jón sonur Skúla að eiga Ragnheiði
f>ór-arinsdóttur, sýslumanns í Vöðlaþingi. Hélt Skúli báðar þessar
veizlur með mikilli rausn. Stóð veizla Jóns í viku og gaf hann
konu sinni í morgungjöf 100 dali í gulli.
Árið 1763 fékk Skúli komið því til vegar, að stjórnin
skip-aði Jón son bans til að aðstoða hann í embættinu. Átti Skúli
er hér var komið sögunni í ýmsum málum og varð opt að sitja
1 Sjá >Dokumenier og Regnslcabssager vedkommende Bygningerne paa
Bessastad, Vidö og Nes<- á Ríkisskjalasafninu.
3 Að Skúli hafi haldið sig rausnarlega er hann dvaldi erlendis, má
ráða af frásögn Jóns Grumivíkings (No. 9944 Á. M.). Þegar lát
Páls Bjarnasonar Vídalíns árið 1759 spurðist frá Leipzig, hélt Skúli
dánarminning hans og bauð til 8 íslenzkum stúdentum. Rantzau
stiptamtmaður heiðraði samsætið með nærværu sinni. »Gekk það
convivíum siðsamlega til«, segir Jón.
10
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>