- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
166

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118

SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 166

frá þessa 2264 rd. 58 sk. í eptirgjaldsskuldum leiguliða
umboðs-ins. í öðru lagi ákveður dómurinn, að sýslumaður eigi skuli hafa
fyrirgert umboðinu, því hann hafi aldrei undirgengizt neinn
leigu-skiimála. Tók dómarinn alls eigi til greina þá mótbáru
amt-manns, að veitingarbréf Jóns nefni hann sem sýslumann i
Snæ-fellssýslu og leigjanda Arnarstapa umboðs með sömu skyldum og
réttindum sem fyrirrennara hans. Er eigi laust við að
máls-skjölin beri það með sér, að Skúli hafi staðið að baki Jóni hvað
flutninginn snerti, því ærið eru varnarskjölin hér keimlík
skjöl-unum í málum Skúlasjálfs. Amtmaður varmjög óánægður
meðdóm-inn og sendi hann til stjórnarinnar og bað hana láta í ljósi álit
sitt um, hvað gera skvldi. Stjórnin lagði málið fyrir
málfærslu-mann sinn og bað rannsókuar á því. Að nokkrum tíma liðnum
gaf hann stjórninni til kynna álit sitt. Kvaðst hann eigi geta
viðurkennt sannanir Jóns i málinu og væri dómurinn að sínu
áliti rangt upp kveðinn. fótti honum sem Jón með því að
gjalda eptirgjaldið hið fyrsta ár hefði fyllilega viðurkennt, að
hann væri réttur leigjandi omboðsins, og áleit það réttast að fara
hispursiaust og taka féð lögtaki i búi sýslumanns.1

í júní 1788 ritaði stjórnin Ólafi amtmanni og lagði fyrir hann
hvað gera skyldi. Segir í bréfinu, að Jón annaðhvort hljóti að vera
hinn mesti búskussi og eyðslusamur fram úr öllu hófi, eða hann
að öðrum kosti hljóti leynilega að hafa stungið nokkru af fénu
undir stól, því allir hinir fyrri leigjendur umboðsins hafi eigi
að-eins staðið í skilum með afgjaldið á réttum tima, heldur og þar
á ofan safnað sér töluverðu fé. Felur hún amtmanni á hendur
að grennslast nánar eptir hvernig á þessu mikla fjárþroti standi,
og því næst svipta Jón umboðinu og selja það öðrum á leigu við
þeim kjörum, er bonum sýnist aðgengileg á báðar hliðar. Eigi
sýndist stjórninni rétt að svipta sýslumann embættinu að svo
komnu, en felur amtmanni á hendur að gera nánari ráðstafanir
viðvíkjandi fé Jóns, þvi er hept hafði verið, og væntir hún, að
amtmaður í því máli breyti samkvæmt »binni alkunnu
samvizku-semi sinni og þekking á opinberum málum, en þó jafnframt
þannig, að samrýmst geti kristilegum mannkærleika». Að
lok-um setur hún fast ákvæði um það, að landskuldin af umboðinu
skuli framvegis greidd þannig, að vættin sé talin á 1 rd. 57 sk.2

1 Sjá Islandsk Journal 1788 No. 1211 og 1503.

3 Sjá Rentekammerets isl. ICopibog 1788 No. 1105 og 1106.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0176.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free