- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
167

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

167

Samkvæmt boðum stjórnarinnar tók ölafur amtmaður að
grennslast nánar eptir um mál Jóns. Eigi er mér kunnugt hvað
upp úr þeirri rannsókn hefur komið, en óhætt má fullyrða, að
amtmaður hafi orðið áskynja um eitt og annað athugavert, og
það heldur í meira lagi, því sagt er, að sýslumaður hafi tekið
sér bréf eitt, er Ólafur ritaði honum, svo nærri, að hann lagðist
sjúkur. Jón hafði í mörgu verið mesti snyrtimaður, en var
einþykkur mjög og hafði hið mesta álit á sjálfum sér. Fékk það
honum svo þungrar áhyggju, er hann óttaðist að hann ef til
vill mundi missa æru sína, að það dró hann til dauða. Hann
andaðist 25. apr. 1792.1 —

Árið 1782 hélt Skúli enn brúðkaup mikið í Viðey og var
það þrefallt. Vigfús sýslumaður f>órarinsson gekk þar að eiga
Steinunni dóttur Bjarna landlæknis Pálssonar. Hún var þá 19
ára að aldri og hafði alizt upp í Viðey hjá móðurföður sínum.
Annar brúðguminn var Hallgrímur Jónsson, aðstoðarprestur á
Staðarstað og bróðursonur Skúla. Gekk hann að eiga Oddnýju
dóttur hans.2 priðji brúðguminn var Jens Örum assistent, og
fékk hann Sigríðar Jónsdóttur prófasts í Laufási; hún var
syst-urdóttir Skúla og hafði dvalið með honum í Viðey. Hélt Skúli
öll þessi brúðkaup með mikilli rausn og sóttu þau margir hinna
helztu manna landsins. Með þeim Steinunni og Sigríði greiddi
Skúli heimanmund til jafns við dætur sínar.

Árið 1785 andaðist Steinunn kona Skúla. Hafði hún
verið dugnaðar- og sómakona hin mesta og vel látin af
öllum. Skúli var ytra er hún andaðist og tók sér lát hennar
mjög nærri. Höfðu þau verið i hjónabandi í 47 ár. Brátt bar
þó enn þyngri harma að höndum Skúla og var sem allt gengi
honum á móti úr þessu. 4 árum síðar andaðist Jón landfógeti
sonur hans. Var Jóni margt einkar vel gefið, en var
drykkju-maður mikill, og mun það mest hafa verið óreglu hans að kenua,
að ýmislegt fór í ólagi hjá honum á siðari árum. J>ótt Skúli
ynni Jóni hugástum, var þó samlyndi eigi ætíð sem bezt milli
þeirra feðga og var Skúli honum óeptirlátur, en Ragnheiður kona

1 Sjá dagbók Magnúsar sýslum. Ketilssonar No. 573, 4° á
Lands-bókasafninu.

2 Halldóra, yngsta dóttir Skúla, giptist Hallgrími Bachmann
fjórð-ungslækni, en eigi er mér kunnugt um, hvenær brúðkaup þeirra
stóð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free