- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
168

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

168

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 168

Jóns samdi ætíð með þeim; hún var hin mesta merkiskona og
virði Skúli hana mikils. Jón andaðist 10. marz 1789.1 f>au
Jón og Ragnheiður áttu son þann, er Jón Vidö hét, er þá var
frumvaxta og hið bezta mannsefni.2 Sendi Skúli hann með 2
menn á báti til Reykjavíkur til að sækja til útfararinnar, og var
annar hásetinn fangi, er Skúli álti að hafa gætur á í Viðey.
fegar þeir liéldu af stað aptur úr Reykjavík voru báðir
háset-arnir drukknir og ósáttir. Sló í áílog með þeim á leiðinni,
eptir því sem getið var til, og týndust þeir allir á sundinu.
fannig bættist ein raunin ofan á aðra og var Skúli um þessar
mundir nauðnlegar staddur en nokkru sinni fyrr. Bar þar allt
að í einu: fráfall sonar hans og sonarsonar, fjárþrot og
embættis-missi tengdasonar hans, og sjálfur átti hann í hinu mesta basli
og hótanir stiptamtmanns vofðu yfir höfði honum. Bættist hér
enn við, að hann mátti búast við refsingu fyrir vangæzlu á
fang-anum, er drukknaði, og að hann engan talsmann átti lengur
er-lendis, er Jón Eiríksson var falliun frá. |>ó barst hann
allkaii-mannlega af, er mannskaðinn spurðist. fagði hann um stund,
en mælti síðau: »Goldið hefi eg nú landskuldiua af Viðey!«3
f>að er ekki mikil sorgarháreysti í svarinu, en engu að síður er
það þó í allri sinni einfeldni einhvern veginu svo sárraunalegt.

f>ótt nú þessir sviplegu atburðir sem líklegt má þykja fengju
mikið á Skúla í bili, og þótt allur sá mótgangur og öll sú
mæða, er hann átti við að búa um þessar mundir, hlyti að
iiggja honum þungt á hjarta, þá er hitt þó víst, að hann eigi
lét yfirbugast af raunum sínum og að kjarkurinn var æ hinn
sami. Einmitt um þessar mundir átti hann í allmiklu
mála-þrefi út af dánarbúi Bjarna Pálssonar, og er eigi annað að sjá
af framkomu hans í því máli, en að þar sé kominn hinn gamli
Skúli, málagarpurinn, bitur og óvæginn, þrár og þverúðarfullur,

1 Espólín fer svofelldum orðum um Jón (Árb. XI, 22): >Jón var

allgjörfulegur maður og allvinsæll, heldur drykkjugjarn, svo meira
bar á því enn um Skúla, þó að hann væri bæði stórbrotnari og
starfaði í fleiru. því að Skúli hafði geðstyrk mikinn». Jón
sýslu-maður Jakobsson segir um Jón í »Æruminningu« Skúla (Lbs. 600,
4°), að hann hafi verið >maður fyrir dyggð, gæflyndi og
höfðings-skap elskaður«.

3 Espólin segir um hann (Árb. XI, 50), að hann hafi verið >bæði
efnilegur, gildlegur og liklegur til mikillar menningar».

3 Sjá Espólíns Arb. XI, 59—60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free