- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
177

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SK.ÚLI LANDFÓGETI AIAGNÚSSON.

177

hann »Landbúnaðarfélaginu« danska og fókk fyrir aðra þeirra
heiðurspeniug úr gulli, en fyrir hina 40 dali. Allar eru ritgerðir
hans vel skrifaðar, suinar jafnvel prýðisvel.

Skúla kippti að ýmsu leyti í kvnið til forfeðra sinna,
Vatns-firðinganna, að því er skaplyndi snerti. Hann var bæði
stór-huga og harðdrægur, einráður og drottnunargjarn fram úr öllu
hófi. Elskaði hann og þessa eiginlegleika, er hann fann þá hjá
öðrum mönnum og gazt vel að öllum þeim, er einbeittir voru,
hvort sem var i góðu eða illu.1 Af stórmennum sögunnar gazt
honum bezt að þeim, er ofurhugar voru. eða fullhugar, og þó um
leið þrautseigir, og voru þeir Hannibal, Pétur mikli og Karl XII
í mestu afhaldi hjá honum. Sjálfur var Skúli hinn staðfastasti í
öllum fyrirtækjum sínum og athöfnum og hinn kappsamasti í
hvívetna. f>egar hann hafði tekið sér eitthvað fyrir hendur,
barðist hann fyrir því af alefii vægðarlaust hver sem í hlut átti,
og var fús til að leggja alla krapta sína og alla velferð sína í
sölurnar ef á þyrfti að halda. Hann vildi annaðtveggja, fá því
fram komið, er hann hafði tekið í sig, eða falla ella, og hann
hætti aldrei við neitt fyrri eu fullreynt var, og það var seint,
því þótt flestum öðrum þætti vonlaust um árangurinn, þá
ör-vænti hanu eigi. Sýndi það sig bezt í því, að þótt fyrir
al-mennings sjónum virtist sem fullreynt væri um stofnanirnar og
iðnaðartilraunir hans, þá hélt hann áfram að berjast fyrir þessu
máli allt fram í andlátið. Hann var allra manna
vægðarlaus-astur í baráttu sinni, og ef hann á annað borð hafði óvingast
við einhvern, þá elti hann hann á röndum hvar sem hann fór
eða flæktist, ofsótti hann á allar lundir og lét honum hvergi

skólans í Iíaupmannahöfn, en eptirrit af þeim finnast í safni Jóns
Sigurðssonar No. 10 og 33 fol.

: Espólin getur í Skagíirðingasögu sinni (kap. 53) tilburðar eins, er
houum þykir bera vott um þetta. Maður var nefndur Arni
Gríms-son úr Snæfellsnessýslu. Hafði hann lagst út með 2 þjófum, en
þeir voru handsamaðir af bændum í Bárðardal í helli einum, og
var Árni settur í varðhald á Ökrum. Arni var knálegur maður
og hinn mesti fullhugi, þjóðhagasmiður, skraddari góður og vel að
sér ger um flesta hluti. Slapp hann allt i einu úr varðhaldinu með
undarlegum hætti og ætluðu menn siðar að hann mundi hafa
stað-næmst austur í Múlaþingi og nefnt sig Einar. Lék mjög orð á því,
að Skúli eigi mundi hafa lagt mikla alúð á að gæta hans og gefið
honum tækifæri til að hlaupast á brott.

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free