- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
176

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

176

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 176

um tíma. Varð hanti eigi aðeins að haía yfirlit með
bygging-um þeim, er reistar voru, og að allt kæmist vel á veg í byrjun,
heldur varð hann og stöðugt að hafa vakandi auga á iðnaðinum,
svo ekkert vantaði, það er til þótti þurfa, og sjá um að öllu
væri hiklaust haldið áfram. Færi svo að eitthvert smáóhapp
bæri að höndum, komst allt í óreiðu og allir stóðu uppi
ráða-lausir, þar til náðist til Skúla. Honum var þetta að vísu
sjálf-um eigi svo ókært undir niðri, því það gaf mönnum
í skyn, liversu ómissandi hann var stofnununum, jafnframt
því sem það gaf honum sjálfum tækifæri til að hafa hönd í
bagga með í öllu, en að það hefur lilotið að vera ærið tafsamt
fyrir hann, er deginum ljósara. f>að eitt, að hann fór alls 18
sinnum utan í þarfir stofnananna, nægir til að sýna, hve lítið
hann sparaði sér ómak og erviði, er um velferð þeirra var að
ræða. Sjálfur flutti hann öll mál sín, bæði þau er hann átti
við verzlunarfélagið og einstaka menn, og mega þeir einir, er
hafa haft nokkur kynni af málaferlum, til fullnustu gera sér ljóst,
hvílík þrælavinna það hefur hlotið að vera að taka saman og
skrifa allan þann aragrúa af sóknar- og varnarskjölum, er hann
þurfti að leggja fram í hinum mörgu og tióknu málum sínum. Enn
fremur var honum árið 1760 falið á hendur af stjórninni að semja
nýja jarðabók yfir allt ísland. Grennslaðist hann eptir um hið
þáverandi ástand jarðanna og hafði auk þess ýmsar jarðabækur
frá eldri tímum til samanburðar. Lauk hann því starfi sínu á
9 árum, og er jarðabókin í 23 gríðarstórum bindum. Auk þess
samdi Skúli eigi allfáar ritgerðir, og eru þessar helztar: »JJm
garnspunat,1 »Sveiiahóndi«, »Fyrsti viðbœtir til sveitaböndans«,
» Um trévöxt á Islandi«, »Annar viðhœtir til sveitabrmdans"’2
og »Svar til Islandophilus«. Af óprentuðum ritgerðum má
nefna: »BeshriveJse over Gulhringe og Kjose SysseU og
>For-sög til en lcort ’Beshivelse af Island«.3 fessar 2 ritgerðir sendi

1 Jón Borgíirðingur getur þess til í Ritliöfundatali sínu, að bæklingur
þessi sé prentaður 1751, en það mun eigi rétt vera. Jón
Grunn-víkingur segir i fréttabréfum sínum (Á. M. No. 99, 4°) við árið
1761—62: >. . . Han (Skúli) liet hier í Vetur prenta Bækling í
Oktavo um Ullar-Verknað og Garn-spuna«.

s fessar 4 ritgerðir eru prentaðar i ritum Lærdómslistafélagsins 4.
B. bls. 137-207, 5. B. bls. 143-189 og 6. B. bls. 97-116 og
152—174.

* Báðar þessar ritgerðir eru geymdar á bókasafni landbúnaðarhá-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free