- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
181

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

181 SK.ÚLI LANDFÓGETI ÍIAGNÚSSON.



greindi menn jafn mikið á um hann og meðan hann lifði. Voru
sumir allófúsir á að viðurkenna afreksverk hans, en sumir hófu
hann aptur á móti til skýjanna. í ritgerð nokkurri, er Finnur
Magnússon skrifaði um íslenzka merkismenn á 18. öld,1 er Skúla
getið einna síðast og með þessum orðum: »f>vi ber eigi að
neita, að Skúli Magnússon, landfógeti á íslandi, hefur á ýmsan
hátt unnið föðurlandi sínu gagn, en hluttekning hans í pólitík
er enn allt of ókunn og dulin til þess að hægt sé að meta gerðir
hans í þessu efni. Allra sízt er mér hent að kveða upp uokk-

mér ,ið lilfæni nokkrar setningar, sem teknar eru af handa hófi
til og frá úr pjesanum, svo menn geti gert sér nokkra hugmynd
um, hvernig honum er varið. — »LítiIl var hann vexti og nógu
sélegur. en duglaus i öllu því til mannskapar hlýddi, samt vannst
houum margt með slægð og svikum; hann var fullur með prosjekt.

— Ekki var hann velþokkaður með góðum mönnum, því hann
spillti jafnan fyrir þeim og fór með óþægilegar söguslettur til kóngs
og höfðingja. — Hann lofaði jafnan öllu fögru en hélt ógjarnan.

— Loki gekk á hönd Óðni kóngi og var honum kær mjög framan
af, því að hann var hentugur til allra handa proajekta. sem á þeim
dögum geisuðu með Ásum«. — I einskonar eptirmála segir
höf-undur, að ásatíðir muni nú aptur komnar. »Sjái þér nú ekki hvar
Loki er enn á ferli og allt hyski hans, já ótal Loka lærisveinar
og sporgöngumenn?» Aptan við pjesann er kvæði, sem heitir
»Yetlur-Vite«. Er þar svo auðsjáanlega sagt frá Skúla og öllum
hans gerðum viðvíkjandi sofnununum, að eigi getur verið um að
villast Pjesinn kom einnig út á dönsku. — þess má og geta hér,
að Sæm. prestur Hólm sneiðir Skúla lieldur en ekki i riti sínu
•Afhandlitig om Islands nœrvœrcnde Tilstand« (Ny kgl. Sanil. No.
1098 fol.). Telur hann fyrst, að Skúli 1770 liafi kallað saman
leiguliða konungs i Vestur-Skaptafellssýslu og narrað þá til að skrifa
undir skjal nokkurt á dönska, er þeir ekkert skildu í, en skjalið
átti að hafa hljóðað um hækkun á afgjaldi jarðanna. Segir Sæm.
að Skúli með þessu hafi áunnið sér eigi aðeins hylli stjórnarinnar,
heldur og verðlauna fyrir kostgæfni sína í embættissökum. Enn
fremur kemur hann fram með gömlu ásökunina, að Skúli hafi
stungið á sig allmiklu af styrktarfé konungs til stofnananna. f>ó
tekur fyrst út yfir þegar Sæm. fer að niinnast á fjárkláðann, því
hann dróttar því að Skúla með berum orðum, að hann hafi
vís-vitandi og af ásettu ráði komið fjárkláðanum til íslands. En þess
ber að geta, að Sæm. var maður ófyrirleitinn og orðhákur hinn
mesti, og sneiðir í riti sinu engu síður Jón Eiríksson en Skúla.

1 »Om 1S. Olds fortjente Islœndere« í timaritinu «Minerva< 1803.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free