- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
182

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

182

SK.ÚLI LANDFÓGETI ÍIAGNÚSSON.

urn dóm í því máli«. f>etta er allt sem Skúli verður að láta
sér nægja með, en margir aðrir, er fáir nú lengur munu
kann-ast við eru þar víðfrægðir á 3—4 blaðsíðum fyrir hitt og
þetta gutl. I blaði nokkru í Kaupmannahöfn söng aptur á
móti við annan tón, er lát Skúla spurðist. ]?ar segir svo:
»Hann var einn meðal hinna merkustu manna og leitaðist við með
stakri elju og sannri föðurlandsást að verða ættlandi sínu að
gagni. Hann er hníginn í valinn, en nafn hans og orðstír
munu æ lifa«.1

Skúli var maður liugprúður mjög og kunni ekki að
hræð-ast. Kom það þráfaldiega fram, en aldrei ljósar en tvisvar í
utanferðum hans. Hreppti hann hafvillur og storma og átti með
snarræði sínu og kjark mestan og beztan þátt i, að bæði skip
og menn náðu landi. Hefur Grímur skáld Thomsén kveðið hér
um eitt af kvæðum sínum, er flestum íslendingum mun kunnugt.

J>ess heyrist allopt getið um Skúla, að hann haíi verið
hneigður til drykkju, og munu eflaust hafa verið töluverð brögð
að þvi, einkum á fyrri árum. þó er þess jafnframt getið, að
eigi hati það komið í bága við embættisstörf hans, því hann
var vanur að geyma sér drykkjuna þar til störfum var lokið.
Viðureign hans við Budtz kaupmann og næturförin til
Hafnar-fjarðar sýna það þó, að hann á stundum gat komið ófyrirleitlega
fram er hann var drukkinu. Hinsvegar er það víst, að hann
með aldrinum lagði mikið af drykkju og fór þá betur með vín,
þá sjaldan hann neytti þess að mun. £>ess ber og að geta, er
um drykkjuskap hans er að ræða, að á 18. öld var víndrykkja
mjög tíð um öll Norðurlönd, ekki sízt á meðal embættismanua,
og þótti slíkt enginn vansi. Ef vér aðeins litum á íslenzka
em-bættismenn um þær mundir, þótti það hreint og beint
undan-tekningarvert, ef einhver meðal þeirra var reglusamur.

Að lokum viljum vér virða nokkuð nánar fyrir oss þau tvö
höfuðmál, er Skúli barðist fyrir allt sitt líf, nefnilega
iðnaðar-málið og verzlunarmálið.

J>egar stjórnin um miðbik aldarinnar sýndi sig liklega til að
hjálpa íslandi upp úr vesöld þeirri, er allt lá í, lá sú spurning
fyrst fyrir, á hvern hátt það skyldi gert, hver væri beinasti og
vissasti vegurinn til þess. Menn greindi töluvert á um
við-reisnarmeðölin, en undir niðri munu þó flestir liafa verið á þeirri

1 Sjá Kjöbenhavns Adresse-Contoirs Efterretningar 1795 No. 204.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free