- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
184

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

184

SK.ÚLI LANDFÓGETI ÍIAGNÚSSON.

fullnægjandi til að hjálpa landinu við, heldur vildi hann einnig
samhliða iðnaðartilraununum leitast við að efla sem mest
landbúnað og fiskiveiðar. Honum þótti sem landið hefði
að geyma marga fólgna fjársjóðu í skauti sínu og honum fannst
vera kominn tími til að grafa þá upp. Haun þóttist
sjá að landið mætti framleiða bæði korn, kálmeti, hör, hamp,
brennistein og margt fleira, og allt þetta vildi liann láta
stofn-anirnar annast jafnframt sjálfum iðnaðinum. f>etta er því
merki-legra, sem sú skoðun fyrst nokkru eptir þennan tíma rnddi sér
til rúms, að hinar eldri kenningar eigi væru alls kostar réttar,
að velmegun þjóðarinnar eigi eingöngu væri byggð á því, að aulca
sem mest alla útflutninga og sópa að sér sem mestu af
pen-ingum, heldur miklu fremur á því að auka og efla og færa sér
sem bezt í nyt þau gæði, er náttúran sjálf færði mönnum upp
í hendurnar, að leggja sem mest kapp á að rækta jarðveginn og
grafa fram jiau auðæfi, er þar væru fólgin. f>eir, er börðust
fyrir hinni eldri skoðun, höfðu stígið skrefi of langt í þá áttina og
álitið alla velferð á iðnaðinum byggða, og nú átti alveg hið sama
sér stað með forvígismenn hinnar nýju stefnu, er álitu allt á
jarð-ræktinui byggt.1 Er það einkenuilegt og eptirtektarvert, að Skúla
þannig skyldi takast að þræða þann meðalveg, er menn nú eru
komnir á snoðir um, að mest viti til velfarnaðar, nefnilega að
stunda hvorttveggja jafnt báðum höndum. En einmitt þetta, að
Skúli færðist svo mikið í fang í einu, að hann dreifði kröptum
sínum og vék inn í fleiri en einn verkahring, varð til þess, að
menn eigi voru jafn fúsir á að veita honum fylgi sitt, og ella
mundu þeir hafa verið. Hefði hann látið sér nægja með
ullar-iðnaðinn einan, má ætla að landar hans hefðu ötullegar snúist í
lið með honum og fylgt honum betur eptir, en raun varð á, því
það var hugmynd, sem aldarhátturinn hafði sett innsigli sitt á og
viðurkennt sem góða og gilda. £>egar hann aptur á móti auk
þessa tók sér fyrir hendur að efla jarðrækt og fiskiveiðar,
gróð-ursetja tré og sjóða brennistein og margt fieira, þá sneru þeir
við honum bakinu og kölluðu hann »Prósjektmakara«.

f>egar vér uú á dögum lítum nánar á þetta mál, þá má
það eigi dyljast fyrir oss, að það eigi eingöngu var mótþróa og
óvild verzlunarfélagsins og hinum illu og óheppilegu verzlunar-

’ Hin eldri kenningin er kunn undir nafninu ’Merkantilisme«, en
þeir, ev fylgdu hinni siðari. voru nefndir »Fysiókratar<.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free