- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
198

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

198

TJM STURLUNGU.

villur í henni, og sumt hefur Benedikt Gröndal líka bent á í
ritdómi sinum um útgáfuna, þó að hann snúi sjer mest að
for-mála hennar (Prolegomena).1 Enn mart fleira mætti þó til tína,
og er sumt af því, enn ekki nærri alt, tekið fram hjer á eftir.

Nafnið »Sturlunga« er að sögn Guðbrands Vigfússonar ekki
eldra enn frá dögum Árna Magnússonar. 1 pappírshandritunum
er sagan nefnd «Tslendinga saga», og við þann titil bætti Björn
á Skarðsá »hin mikla» til að greina söguna frá öðrum
íslendinga-sögum. Undir þessu nafni gekk sagan þangað til á dögum
Árna, að Sturlungu-nafnið kemur upp, enn ekki segir
Guð-brandur, hvort Árni hafi fyrstur manna kallað söguna Sturlungu.
Jeg hef haldið þessu nafni (o: Sturlungu), þó að það að mínum
dómi eigi miklu verr við efni sögunnar enn hið eldra nafn,
»ís-lendingasaga hin mikla«, bæði af því að það er nú orðið algengt,
og af því að partur af verkinu er með rjettu nefndur
íslend-ingasaga, svo að það gæti valdið ruglingi að kalla alt verkið í
heild sinni sama nafni, þó að »hin mikla« væri bætt við til
auð-kenningar.

Hinir eldri vísindamenn eigna flestir Sturlu fórðarsyni
annaðhvort alla Sturlungu eða þá að minsta kosti þann hluta
hennar, sem gerist eftir andlát Brands biskups Sæmundarsonar
árið 1201, enn Brandi það, sem gerist fyrir þennan tima. Meðal
þessara má telja f>ormóð Torfason2, Björn á Skarðsá3, Finn
Jóns-son biskup4, Hálfdán Einarsson6, G. Schöning6, Bjarna
Thor-steinsson’, Jón Eiríksson8, P. E. Miiller.8 Einnur Magnússon10,

1 Arkiv för nord. filol. VIII (N, F. IV), 323.-367. bls. Tímarit hins

ísl. bókmentafjelags I, 6.—32. bls.
’ Ser. reg. Dan. 44. og 47. bls.

3 Annálar Björns í formálanum á 2. bls. í Hrappseyjarútgáfunni.

4 Hist. eccl, I, 210. og 333. bls.

5 Sciagraphia 122. og 127. bls.

6 Hkr. Khöfn 1777 formálinn II. bls. neðanmálsgr. a.

’ Sturl.1 I, IV. bls.

8 Gunnl. s. ormst. Khöfn 1775, 6.-7. bls. neðanmáls.

s Sagabibliothek I, 245.-248. bls.

10 Grönlands hist. Mindesm. I, 31. og 65. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0208.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free