- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
228

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

228

TJM STURLUNGU.

leyti nær frumriti Lambkárs enn sagan í Resen sbók, sem hlýtur
að vera yngri enn íslendinga saga Sturlu.1

Prestsaga Guðmundar í Sturlungu sleppir mörgum köflum,
sem finnast bæði í Resensbókar sögunni og í »miðsögunni«,
eink-um jarteinasögum.2 Hjer er frásögnin vafalaust eigi eins
upp-hafleg í Sturlungu eins og i hinum sjerstöku Guðmundar sögum.
í>ó sleppir Sturlunga einum kafla, sem jeg hygg, að ekki hafl
heldur staðið í frumriti Lambkárs, enn það er frásögnin um
utan-ferð þeirra Guðmundar biskupsefnis og Hrafns, að svo ^miklu
leyti sem hún er samhljóða Hrafnssögu. í Sturlungu er
frá-sögnin um utanferðina sjálfstæð og óháð Hrafnssögu frá upphafi
til enda, enn í Resensbók og »miðsögunni«, er hún sjálfstæð
framan af, alt þangað til að sagt er frá heiti því, er þeir félagar
gerðu nálægt Irlandi, enn síðan fylgja þessi handrit Hrafnssögu
orðrjett, unz skipið kemur til Noregs, þó svo, að Resensbók
styttir og breytir kaflanum um dvöl þeirra Guðmundar í
Suður-eyjum, og segir að eins frá því, að Guðmundr hafl verið í boði
Ólafs Suðureyja konungs, enn getur ekki um, að þetta boð var
gildra konungs til þess að geta haft höfðingja fararinnar sem
gisla fyrir því, að landaurarnir, sem hann gerði kröfu til, yrðu
greiddir.3 f>að er auðsjeð, að Resensbók breytir þessu þannig
af ásettu ráði til þess að frægja Guðmund og sýna, hvern sóma
hann fjekk af útlendum höfðingjum, enda fylgir handritið
Hrafns-sögu bæði á undan og á eftir. »Miðsagan« fylgir hjer
nákvæm-lega Hrafnssögu í öllum þessum kafla. Auðsjáanlega liggur hjer
til grundvallar fyrir Resensbók og «miðsöguuni« sameiginlegt
frumrit, sem hefur tekið kafla þennan upp eftir Hrafnssögu, og
er þetta eitt nóg til að sýna, að Resensbók er ekki frumrit
fyrir »miðsögunni« eins og Guðbraudur Vigfússon hyggur,4 heidur
hlýtur hjer að vera milliliður milli Resensbókar og prestsögu
Lambkárs, sem «miðsagan» sömuleiðis hefur haft fyrir sjer, og
hefur innihaldið það, sem »miðsagan« og Resensbók hafa sam-

1 Sbr. Sturl. Prolegomena, C. bls.

2 T. d, jarteinum þeim, sem sagt er frá í Bisk. I, 437,—440., 444.
-448., 451.-454.. 456.-457., 459.-462. og 465. bls.

3 í riti minu «Runerne i den oldislandske literatur« bef jeg ekki
munað eftir þessum stað í Hrafnssögu, þar sem jeg tala um land-

auragjaldið í Orkneyjum (á 137. bls.), enn þessi gleymska befur
þó engin áhrif á röksemdaleiðsluna í hinu umrædda riti.

4 Bisk. I, LXII. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0238.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free