Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
UM STCJRLUNGU.
233
bága við það, að höf. hafi getað skrifað þau á
þjóðveldistíman-um, ef ekkert, reglulegt vorþing hefur verið háð á hans dögum í
kyjafirði. |>essi staður hefði þannig litla þýðing, ef hann væri
6mn sjer. Enn hann er ekki þýðingarlaus, ef hann er skoðaður
1 sambandi við annan stað, sem jeg nú skal leyfa mér að
benda á.
Sagan heldur áfram að segja frá deilum þeirra Eyjólfs og
Þorvarðs og Önundar. Málin fara til alþingis og verða þeir
a3 Guðmundr dýri hali >tekit af Vöðlaþing; skyldi þat eigi
sókn-arþing heila; þótti hónum þar verða stórdeiídir, svá sem á alþingi<.
þetta er þó víst eigi svo að skilja, að Guðmundr einn hafi ráðið
því á löglegan hátt, að þingið var lagt niður, því að til þess hafði
hann ekkert lagavald, heldur er þetta eitt af hinum mörgu
dæm-um, sem sýna sjálfræði höfðingjaniia og óhlýðni þeirra við lögin á
hinum síðustu og verstu tímum þjóðveldisins. í hinum fornu
lög-bókum vorum er hvergi gert ráð fyrir því, að leggja megi niður
vorþing með öllu, án þess að sett sje neitt í staðinn. Ánnað mál
er það, að tvö þing mátti færa saman, og þurfti þó til þess
sam-þykki allra þeirra goða, sem í þeim þingum vóru, og leyfi
lögrjett-unnar. (Grágás, Iíonungsbók, útg, V. Finsens I, 108. bls.). Af
orð-um sögunnar virðist annars mega ráða, að þingið hafi eigi lagzt
niður með öllu. það var að eins sóknarþingið, sem var af tekið,
enn skuldaþing virðist hafa verið haldið þar eftir sem éður, enda
vóru mikil vandkvæði á, að afnema það, því að við það vóru bundin
mörg viðskifti manna á milli (sbr. Grágás, Skálholtsbók o. s. frv.
ótg. V. Finsens, Khöfn 1883. 675.-676. bls.). Ef vel er að gætt
gefur sagan bendingar um, hvernig á því stóð, að sóknarþingið var
lagt niður. Guðmundr átti í vök að verjast heima fyrir í
Eyja-firði, því að báðir samþingisgoðar hans, þorvarðr þorgeirsson og
Onundr þorkelsson höfðu þá gert samband með sjer, því að þeim
stóð geigur af ríki Guðmundar. (Sbr.: .Nú þótti höfðingjum
ær-inn uppgangr Guðmundar<, Sturl.’ I, 140. bls. ’ 1,136. bls.). þessir
tveir goðar áttu að nefna tvo þriðjunga af dómendunum á
vol’-þinginu, og var þá fyrirsjáanlegt, að Guðmundr mundi verða
ofur-liði borinn í öllum saksóknum, og jafnvel í orustu, ef til þess
kæmi, að þeir þorvarðr settust báðir að honum. Aftur á móti
bafði hann nýlega eignazt Fljótamanna goðorð í Hegranessþingi, og
hefur Guðmundi eflaust þótt fýsilegra og hættuminna, að sækja
vorþing þangað, því að í Skagafjörð vóru allar götur greiðar úr
Oxnadal, og þar var til vinar að hverfa fyrir Guðmund, því að
þeir vóru aldavinir hann og Kolbeinn Tumason, sem þá var mestur
liöfðingi í Skagafirði. þar sem sagan segir, að Guðmúndr hafi
’tekit af Vöðlaþing», þá er það líklega svo að skilja, að hann hafi
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>