- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
267

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

267

var komið inn í meðvitund þjóðarinnar og hafði fengið líka
þýð-ing og orðið liöfðingi, og má ætla, að það hafi ekki orðið á
skemri tíma enn einum mannsaidri, eða um 1300.

í 11. kapitula segir sagan frá því, að Ardn hafi verið sekur
gjör og 15 biskupsmenn aðrir, og hafi Arón haft því meiri seht
w» aðrir, að »hann var görr sekr skógarmaðr ok óheilagr
ok óferjandi ok óráðandi öiium bjargráðum, ok á öllum þein!
stórsakir, er hónum veittu nokkur bjargráð«. Hjer hefur höf.
eflaust rangt fyrir sjer í þvi, að Arón hafi fengið meiri sekt
enn aðrir fyrir atförina að Tuma. Allir þeir, sem að Tuma
fóru, höfðu að fornum lögum unnið sjer til skóggangs,1 og er
engin ástæða til að ætla, að þeir feðgar Sighvatr og Sturla, sem
rjeðu öllu á þinginu, hafi hlíft neinum þeirra. Enn allir
skóg-armenn vóru jafnt »óheilagir, óferjandi« o. s. frv. A þessu er því
auðsjeð, að höfundi sögunnar hefur verið alveg ókunnugt um hin
fornu landslög, þó að hann vilji sýna lærdóm sinn með því að
hafa upp hina tilfærðu klausu dálítið aflagaða* eftir einhverri
fornri lögbók, og hlýtur hann því að hafa lifað og skrifað nokkru
eftir þjóðveldistímann, líklega um 1300.

Jeg hef hjer að framan tekið fram ýmsar missagnir, sem eru
willi íslendinga sögu og Áróns sögu. Sumar af þeim eru þess eðlis, að
þær sýna ljóslega, að Áróns saga hlýtur að vera talsvert yngri enn
íslendinga saga, þvi að frásögnin í Áróns sögu er auðsjáanlega
ýkt, og getur það ekki verið sprottið af öðru enn því, að hún
hefur geymzt lengur í munnmælum, áður enn hún var skrifuð
upp. Mun jeg nú taka fram hið helzta, sem hjer að lýtur.

Áróns saga segir, að þeir biskupsmenn, sem að Tuma fóru.
hafi verið samtals 35, enn íslendinga saga, að þeir hafi verið
30. 1 Grimseyjarþætti segir Áróns saga, að 18 hafi verið til
varnar með Áróni í þeirri vik, sem hann átti að verja, enn

J Sbr. Grágás, Staðarhólsbók (útg. V. Finsens) 354. grein (378. bls.).
Konungsbók (útg. sama) 109. grein (I, 184. —185. bls,).

J 1 Grágás stendur ekki órábandV öllum bjargráöum, heldur |iað,
sem rjettara er: órábandi öll bjargráö; sjá t. d. Staðarhólsbók
166. grein (198. bls.), 332. grein (369. bls.). Njála hefur aftur á
móti óráöandi öllum bjargráöum eins og Áróns saga (t. d. oft í
141. k.), enda ber mönnum nú saman um, að hún sje skrifuð eftir
það. að landið komst undir konung, og líklega ekki fyr enn um
1300.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0277.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free