- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
302

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

302

UM STURLUNGtJ.

að rifja upp fyrir lesendum meginatriði hennar í stuttu máli,
og vil jeg biðja menn að hafa fyrir sjer töflu þá, sem stendur
í kaflanum um miðsöguna á 290. bls.

Nokkru eftir dauða Guðmundar biskups (1237) tókst
Lamb-kárr porgilsson á hendur að semja sögu hans. Enn hann dó frá
þessu verki árið 1249 og hafði þá að eins lokið við prestsöguna
og var ef til vill búinn að safna nokkru til biskupssögunnar.

Sturla fórðarson hefur eflaust þekt þessa prestsögu
Lamb-kárs, sem var heimilismaður hans, enn þó tók hann hana ekki
inn í íslendinga sögu sína, heldur ljet sjer nægja að semja og
fijetta inn í sögu sína á þeim stöðum, sem við átti, frásögn um
hið helzta, sem dreif á daga Guðmundar, eftir að hann varð
biskup.

Nokkru síðar, líklega á árunum 1280—1300, rjeðst maður
nokkur, líkast til klerkur, sem vjer ekki þekkjum, í að taka
saman sögu Guðmundar eftir prestsögunni og íslendinga sögu.
Saga sú, sem hann samdi, or hin fyrsta sjerstaka Guðmundar
saga, sem segir frá allri æfi biskups frá þvi, að hann fæddist,
þangað til hann dó. Hún er nú týnd, enn frá henni eru runnar
allar hinar yngri Guðmundar sögur, sem vjer nú þekkjum,
bein-línis eða óbeinlínis. J>að er hún, sem jeg hef kallað a í
töfl-unni, og getum vjer gert oss nokkurn veginn Ijósa hugmynd um
hana af dætrum hennar eða dætradætrum, hinum yngri
Guð-mundar sögum. Fyrst var prestsaga Guðmundar eftir Lambkár
með nokkrum viðaukum úr íslendinga sögu Sturlu og annálum,
sem ekki beinlínis komu efninu við, og breytt þannig, að
kafl-inn um utanferð þeirra biskups og Hrafns Sveinbjarnarsonar var
úr feldur, enn settur í staðinn kafli úr Hrafns sögu um sama
efni. Biskupssagan var að mestu leyti eins og í Resensbók,
út-dráttur úr íslendinga sögu Sturlu, sem vinsaði úr henni alt, sem
snerti Guðmund, enn þó líka ýmislegt fleira, efninu óviðkomandi.
Til að átta menn í tímatalinu, skaut höf. þessarar sögu inn
annálsgreinum við hvert ár. Brjef póris erkibiskups til
höfð-ingja var ekki í þessari sögu, heldur að eins sagt frá efni þess
með almennum orðum, likt og í Resensbók. Grimseyjarþáttur
og kafiinn um Árón var hjer eingöngu tekinn eftir
íslendinga-bók (eins og í Sturl. og miðsögunni), enn Áróns saga ekki höfð
til hliðsjónar (eins og í Resensbók).

Eftir þessari týndu sögu er Resensbók samin. Hún hefur
tekið upp hina eldri sögu óbreytta að mestu leyti, þó svo að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0312.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free