- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
303

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

303

húu hefur vikið við og felt nokkuð úr kaflanum um ferðasögu
þeirra biskups og Hrafns til Noregs, er tekinn var eftir Hrafns
sögu og aukið við miklu um Árón eftir Áróns sögu.

Systir Eesensbókar hefur sú Guðmundar saga verið, sem
kölluð er [3 í töflunni. Hún hefur verið líkari móður sinni,
hinni elztu Guðmundar sögu (a), eun Resensbók að því leyti, að
hún hefur ekki þekt Áróns sögu. Enn hins vegar virðist hún
hafa felt úr sumar annálsgreinirnar, sem stóðu í eldri sögunni,
einkum í síðari partinum, biskupssögunni, og sömuleiðis ýmsar
þær greinir, sem eldri sagan hafði úr íslendinga sögu, og vóru
efni Guðmundar sögu óviðkomandi. f>essi saga eykur og fyrst
inn brjefi 3?óris erkibiskups og hefur á stöku stað brugðið
dá-lítið frá frumriti sínu (a). Líklegt er og, að hún hafi bætt við
ýmsum jarteinum, þó að nú sje ekki auðið að sanna það.
Sjálf-sagt hafa allar þær jarteinir staðið í henni, sem eru
sameigin-legar fyrir »miðsöguna« og handritin 122B og 204 fol.

Frá þessari bók eru þau afbrigði frá hinni upphaflegu
Guð-mundar sögu (a), er nú vóru greind, komin inn í »miðsöguna«
°g Sturlungu.

»Miðsagan« hefur vafalaust bætt við ýmsum jarteinum,
einkum norðlenzkum, og svo samtali þeirra J>óris erkibiskups og
Guðmundar,1 ef það hefur ekki staðið í (3. Enn að öðru leyti
gefur hún, það sem hún nær, nokkurn veginn góða hugmynd um,
hvernig p hefur verið.

Sturlungu safnandinn hefur haft fyrir sjer handritið p af
Guðmundar sögu, og þaðan hefur hann tekið prestsögu
Guð-^undar, enn handritið hefur einnig náð yfir biskupssöguna, og
hefur safnandinn einnig haft það til hliðsjóiiar við þá kafla, sem
SQertu Guðmund biskup, í íslendinga sögu, sem var
aðal-heim-^darrit hans. Úr þessari Guðmundar sögu hefur hann tekið
ymsar greinar hjer og þar, t. a. m. greinina um hið hörmulega
^stand kirkjunnar eftir bardagann á Hólum, athugasemdina um
j’að, að Páll biskup hafi andazt þann vetur, sem Guðmundr var
1 Steingrímsfirði, brjef jpóris erkibiskups, frásögnina um umbúnað
^nn, sem Guðmundi biskupi var veittur í andlátinu og eftir
^auðann og um útför hans, greinina um hringinguna og
bæna-hald biskups, o. s. frv., og líklegt er, að hann hati líka tekið

1 Bisk. I, 573.-580. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0313.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free