- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
306

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

306

UM STURLUNGtJ.

árið 1116. Enn þetta er í rnótsögn við íslendinga sögu. I
upp-hafi hennar (2. k. í Sturl.2) stendur, að Sturla hafi haft »áíta
vetr hins sjaunda tugar«, þegar hann andaðist. Nú vitum vjer,
að Sturla andaðist 1183 bæði samkvæmt tímatali íslendinga
sögu og samhljóða vitnisburði allra annála, og ætti hann þá að
vera fæddur 1115 í síðasta lagi, enn gæti verið fæddur 1114,
liafi hann verið kominn mikið á 9. árið yfir sextugt, þegar hann
Ijezt.1 pessi orð í Haukdælaþættinum geta því með engu móti
verið eftir Sturlu fórðarson, eins og þau liggja fyrir,2 ef textinn
er rjettur í nvju útgáfunni.

I>að er og grunsamt, að Haukdælaþátturinn hjer á þessum
stað tekur til, hversu mörg ár vóru liðin frá Krists fæðingu,
þegar þeir Teitr og Hallr feðgar önduðust. f>etta gerir Sturla
annars aldrei í íslendinga sögu, þegar hann getur um lát
merk-ismanna. Jeg tek til dæmis Einar jporgilsson, Kolbein
Tuma-son, Hall Klepp.járnsson, Björn forvaldsson, porvald Snorrason,
Sæmund Jónsson, forvald Gizurarson, Sighvat Sturluson, Sturlu
Sighvatsson, Snorra Sturluson. íslendinga saga getur um lát
allra þessara manna, enn miðar þau ekki við Krists fæðing.
Árið 1237 dóu 3 höfðingjar, Magnús biskup Gizurarson, sem
annars ber furðu lítið á í Islendinga sögu, Guðmundr biskup,
sem er einn af fremstu mönnum sögunnar, og f>órðr faðir Sturlu,
?em Sturla virti og elskaði allra manna mest. Islendinga saga
segir frá dauða allra þessara manna í röð, svo að ekkerfc er þar
á milli, enn miðar þó jafnvel ekki þetta minnisstæða ár við
Krists burð.3 J>að er auðsjeð, að Sturla hefur forðazt þetta, af

uiru fyrir >fimm< á þessum stað, enn einnig á henni sjest, að
mörg handrii hafa •fimm«. Síðari utg. tilfærir hjer engan
les-mun.

1 Flestir annálar telja Sturlu fæddan 1115, enn Flateyjarannáll einn
ái’ið 1114. Ártíð Sturlu var 23. júlí (ísl. Ártíðaskrár 86. bls.).

2 Hitt er annað mál, að það getur vel verið rjett, að fimm vetur
hafl liðið milli andláts Teiís og fæðingar Sturlu. Beztu annálar
telja Teit dáinn 1110, enn Sturlu fæddan 1115, og mun það rjett,
enn það er rangt í Haukdælaþættinum, að Teitr hafi dáið 1111. þó
að svo standi einnig í Gottskálksannál og Oddaverjaannál.

3 Stui’l.1 II, 186.-188. bls. 2 I, 349,—350. bls. í næsta kapítula á
eftir er að vísu dauðaár þeirra biskupanna fært til tímatals eftír
Krists fæðing. Enn jeg mun síðar sjna fram á, að þessi kapítub
er ekki úr íslendinga sögu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free