- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
312

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

312 UM STURLUNGtJ.

hug eftir víg Snorra, sjest og á því, að hann slæst þá í flokk
með Órækju Snorrasyni frænda sínum og fer með honum suður
að Gizuri. Enn þeir fengu ekki fang á Gizuri, og lauk
viðskift-um þeirra svo, að þeir báðir frændur vóru teknir með svikum
við Hvítárbrú af Gizuri og Kolbeini, og var Órækja rekinn utan,
enn Sturla fjekk landsvist með því að sverja Kolbeini unga
trún-aðareið. Upp frá því lenti þeim Gizuri ekki saman um hríð, því
að Gizurr fór utan eftir fundinn við Hvítárbrú og var utan tvo
vetur. Kolbeinn bandamaður Gizurar brá fljótt sættum við
Sturlu, eftir það að fórðr kakali kom út sama sumarið og
Giz-urr fór utan, og snerist Sturla þá í lið með þórði og fylgdi
hon-um trúlega upp frá því. £>egar Gizurr kom aftur það sumar, er
Flóabardagi varð (1244), var Kolbeinn farinn að letjast í
sókn-um gegn J>órði kakala, og var þá Gizurr líka spakari enn áður.
Eftir Haugsnessfund fóru þeir báðir utan Gizurr og J>órðr og
lögðu mál sín á vald Hákonar konungs, og lauk því svo, að
Há-kon dæmdi £>órði í vil og sendi hann út hingað, enn Gizurr var
eftir í Noregi. Lagði J>órðr þá undir sig mestan hluta landsins.
Enn árið 1250 fór fórðr utan til að standa fyrir máli sínu við
Hákon, og skipaði hann þá vinum síuurn ríki sitt, og skyldu
þeir fyrir engum laust láta, nema brjef pórðar kæmi til eða hann
sjálfur. Sturla var einn í þessum flokki og skyldi vera fyrir
Vestflrðingafjórðungi með Hrafni. |>órðr kom ekki út til íslands
eftir þetta, enn árið 1252 komu út þeir Gizurr, Heinrekr biskup,
forgils skarði og Finnbjörn Helgason, og vóru allir bundnir i
þvi að halda landinu undir konung. |>á taka þeir Hrafn og
Sturla sig saman og fara fyrst að forgilsi í Stafaholt, og í
sömu ferðinni að Gizuri, enn urðu að snúa aftur, því að Ölfusá
var ófær. Tók Gizurr þetta sem fjörráð við sig, eins og líka
var, og reið fjölmennur til alþingis um sumarið eftir, og rjeð
einn öllu á þinginu. Ljet hann þá lýsa fjörráðasökum við sig
að lögbergi á hendur þeim Hrafni og Sturlu. Enn þetta virðist
að eins hafa verið gert til að skjóta þeim Sturlu skelk í bringu.
Gizurr sá, að flokkur fórðar var öflugur, ef þeir hjeldu allir saman,

þórðr, eftir afa sínum og alnafna, föður Sturlu. Enn hafi svo
verið. þá sýnir það mikla rækt Sturlu við Snorra, að hann skyldi
fyr láta heita eftir honum enn föður sínum, þó ber þess að getft,
að Snorra nafn er líka aígengt í ætt Helgu, konu SturJu
(Skarðs-ætt), svo að verið getur að það nafnið haíi verið látið ganga fyrit’
vegna þess.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0322.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free