- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
313

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

313

og vildi því reyna að dreifa honum. Ljet hann því J>orstein
Hjálmsson fara á milli með sættarboð, og ’gekk sættin saman um
haustið.1 Til að tryggja sambandið var það ráðið, að Hallr
Giz-urarson skyldi fá Ingibjargar Sturludóttur. Mægðir þessar urðu
ekki til frambúðar, því að Hallr Ijezt skömmu eftir brúðkaupið,
’ Flugumýrarbrennu. Enn þó sat Sturla hjá deilum Gizurar við
brennumenn og Hrafn Oddsson. Árið eftir Flugumýrarbrennu
(1254) fór Gizurr utan, og kom ekki út aftur fyr enn 1258, og
þá rneð jarlsnafni. Á þessum árum hafði Sturla slegizt i lið með
^orgilsi skarða, frænda sínum, og fylgt honum trúlega bæði á
Þverárfundi og annarstaðar. Enn þegar Gizurr kom út, hafði
Þorgils verið svikinn í trygðum af forvarði f>órarinssyni að
Hrafnagili. Veitti Sturla bræðrum f>orgils að eftirmálinu og
sóttu þeir Gizur að því á alþingi sumarið eftir, að jarl kom út,
og gerðust menn hans, enn hann hjet þeim liðveizlu á móti. Gerðu
þeir forvarð sekan á þinginu. Enn Gizurr var sljór í
liðveizl-unni, og fór svo, að þeir frændur sættust við forvarð, svo að
Gizurr kom hvergi nærri. frátt fyrir þetta hjelt Sturla þó trygð
við jarl, og var þá svo kært með þeim, að jarl hjelt brúðkaup
Ingi-hjargar, dóttur Sturlu, er verið hafði tengdadóttir Gizurar, á
Stað í Reyninesi haustið 1259, og er þá sagt, að Sturla haíi gerzt
lendur maður Gizurar jarls og fengið loforð fyrir Borgaríirði og
öðrum sæmdum. Enn þetta stóð eigi lengi. Tveim árum síðar tók
Hákon konungur Borgarfjörð af Gizuri jarli og fjekk hann Hrafni
Oddssyni, og kendi Sturla jarli um. Orti hann þá vísuumjarl:

1 Jeg fylgi hjer Sturl.’ III, 166. og 179. hls. 2II, 103. og 154. bls.
þorgils saga segir öðruvísi frá þessu. Hún segir, að menn hafi
farið á milli um vorið og sættin gengið saman á alþingi, og að þá
hafi verið stofnaður ráðahagur þeirra Halls og Ingibjargar, (Sturl.1
II, 167. bls. 3II, 144. bls.). Báðum sögunum ber saman um, að
Ólafr hvítaskáld bróðir Sturlu hafi þá látið af lögsögu, og Teitr
Einarsson tekið við. enn hitt skilur þær á um, að önnur (þorgils
s.) segir, að Ólafr hafi slept lögsögu fyrir vanheilsu sakir, enn
hin, að hvorki hann nje »þeir Hrafn» (o: Hrafn og Sturla) hafi
i’iðið til þings fyrir ófriði. Teitr Einarsson virðist hafa verið
frændi Gizurar (sbr. Jón Sigurðsson í Safni til sögu íslands II.
36. bls.). og segir í Sturl.’ III, 166, 2II, 103, að hann hafi tekið
lögsögu að ráði Gizurar. Og þar sem nú lögsagan hverfur í flokk
Gizurar, þá er líklegt, að Gizurr hafi ráðið einn á þingi, og að
frá-sögnin í þorgils s. sje röng.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0323.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free