- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
314

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

314

UM STURLUNGtJ.

»Bauf við randa-stýfi

— rétt inni’k þat — svinnan
allt, er oss hefr vélta,
Óðinn þat, er hét gdðu.
Skaut sá er skrökmál flýtir

— skil ek hvat gramr mun vilja —

— Gautr unni sér sleitu —
slægr jarl við mér bægi.

í þessari vísu logar upp úr kolunum alt það hatur, sem Sturla
bar í brjósti sjer til Gizurar. Út af þessu og meðfram vegna
Snorra sonar síns óvingaðist Sturla við Hrafn, og lauk því svo,
að Hrafn rak Sturlu utan, og varð jarl honum að engu liði.
Sturla hitti Gizur á Eyrum, er hann fór utan, og Ijet jarl þá
ekki vel við Sturlu. Eftir þetta er ekki getið um neinar deilur
railli Sturlu og Gizurar, þangað til Gizurr dó árið 1268, enda
var Sturla þá lengstum í Noregi hjá Magnúsi konungi. Sturla
komst brátt í hina mestu kærleika við konung, enn aftur á móti
virðist hafa verið nokkur fæð milli konungs og jarls hin síðustu
ár, sem jarl lifði,1 og er ekki ólíklegt, að það hafi meðfram verið
Sturlu að kenna, því að varla mun hann hafa bætt fyrir jarii
við konung.

Af því, sem nú hefur verið sagt, má ráða, að Sturla hefur
ekki verið neinn vinur Gizurar, þó að stundum drægi saman
með þeim fyrir rás viðburðanna, heldur hefur hann altaf hatað
hann undir niðri og skoðað hann sem undirförlan og ótryggan,
svikulan og slægan. Enn kemur þetta hatur fram í íslendinga sögu ?
Ekki berlega! Sturla er of góður og samvizkusamur sagnamaður til
að láta mikið á þessu bera, enda gefur hinn rólegi og ástríðulausi
íslenzki sögustíll höfundinum sjaldan tækifæri til að láta í Ijós
tilfinningar sínar. Enn þegar vel er að gáð, sjest það þó allvíða á
frásögninni, að höfundinum hefur verið lítið um Gizur gefið.
Jeg tek ekki til þess, þó að Gizurr fái harðan dóm, þegar hann
hefur til þess unnið. Slíkt þarf ekki að vera sprottið af hatri.
í frásögninni um fundinn við Hvítárbrú lýsir t. a. m. skoðuu
höfundarins á aðferð þeirra Gizurar sjer Ijóslega í viðbrigðum
Sigvarðar biskups og Brands ábóta, og í undirtektum sumra

1 Sbr. Æfisögu Gizurar eftir Jón þorkelsson rektor 122. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0324.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free