- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
319

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

319

uð brjóstin af Gró og líkami ísleifs, sonar Gizurar, bafi verið
borin út til Gizurar. »|>á mælti hann (við Pál Kolbeinsson frá
Stað): tPáll frændi’, segir hann, £hér máttú sjá ísleif son minn
ok Gró konu mína’. Ok þá fann Páll, að hann leit frá ok stökk
ór andlitinu sem haglkorn væri«. Og þó er sagt, at Gizurr hafi
borið sig »vel ok drengilega eptir slíka mannraun ok harma«.1
Einnig í því, sem á eftir fer, er Gizuri borin vel sagan, þar
sem sagt er frá ferðum hans norður til að leita eftir hefndum.
I þeim kafla er það einnig tekið fram, að hann »bar vel af sér
sína harma ok var kátr um vetrinn við menn sína ok vini, er
til hans kómu. Hann var mikill borði ok lét lítt á sér finna
þat er at höndum hafði borit. Ok aldri bar hónum þá hluti til
handa í ófriði eða öðrum mannraunum, at hónum stæði þat nokkut
fyrir málsnilli eða málsvefni«. Hin fagra vísa, sem hann orti
eftir brennuna er og tilfærð.2 fað er auðsjeð að í þessum kafia
er Gizurr söguhetjan, sem alt annað hverfist um, eða með
öðr-um orðurn, að þetta er úr sögu Gizurar og einskis manns
ann-ars. Og með engu móti getur það verið skrifað af Sturlu
fórð-arsyni höfundi íslendinga sögu. í>ví til sönnunar er og það, að
sumt í frásögninni er svo orðað, að Sturla getur ekki verið
höf-undurinn. Svo er t. d. sagt, að tíðindin um brennuna hafi þótt
ffiikil, og svo er viðbætt: »Sem guð fyrirgefi þeim er görðu með
sinni mikilli miskunn ok mildi».3 Svo klerklega hefði Sturla
ekki að orði komizt. Merkilegt er, að tvisvar í þessum kafia er
vitnað í sögusögn Gizurar sjálfs, og víða er auðsjáanlega farið
e’tir hans frásögn.4 f>etta mælir líka heldur á móti því, að
^turla sje höfundur þessa kafla. Hann virðist vera skrifaður af
einhverjum áhanganda Gizurar. £ó ber þess að geta, að í
hon-um virðast vera nokkrar innskotsgreinar úr pórðar sögu kakala.
eins 0g jeg síðar mun sýna fram á.

íJessi kafli um Flugumýrarbrennu, tildrögin til hennar og
atieiðingar af henni virðist því efalaust vera úr Gizurar sögu.

’ Sturl.1 III, 190,—193. bls. 2II, 165.-168. bls.

" Storl.1 III. 196,—197. bls. J II, 170,—171.’ bls.

(3 Sturl.’ III, 193. bls. 2II, 168. bls.

4 Sturl.i III, 187. bls. 3II, 163. bls. (um vörn Bjarnar Óláfssonan
°g ’III, 192. bls. 2II, 167. bls. (um veru Gizurar í skyrbúrinu).
’Sbr. einnig: »þat sá Gizurr« Sturl.1 III, 188. bls. 3 II, 163. bls.
"Gizurr fann á Gró, at henni þótli skilnaðr þeirra mikilU Sturl.1
In> 190. bls. 2II, 165. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0329.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free