- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
334

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

334

UM STURLUNGtJ.

um, ef hann væri fyrir sveitunum, alt slíkt gótt, er hann hefði
föng á ok færi«. fví næst segir frá samningunum við J>órð og
sættinni við hann, frá viðtali Kolbeins við vini sína í
banaleg-unni, er sagt er að Brandr Jónsson hafi verið við, sá er síðar
varð biskup á Hólum, þá frá suðurferð Gizurar og andláti
Kol-beins unga.1 Vjer skulum að svo stöddu láta það liggja á milli
hluta, hvort þessi kafli, sem Gizurr er við riðinn, er úr Gizurar
sögu eða ekki. Enn þó virðist hann vera sagður frá sjónarmiði
Norðlendinga og Gizurar, enn ekki frá sjónarmiði Vestfirðinga
eða pórðar eins og flest í þórðar sögu.

Eftir dauða Kolbeins tók Brandr Kolbeinsson við goðorðum
Kolbeins fyrir vestan Öxnadalsheiði til fjórðungamóts, enn pórðr
fjekk sveitir fyrir norðan Öxnadalsheiði og föðurleifð sína.
Gerð-ist þá brátt fjandskapur milli þeirra pórðar og Brands, enn þó
var kyrt um veturinn eftir fram til páska. í 203. k. (Sturl.2)
er sagt, að Brandr hafi sent menn suður til Gizurar snemma á
föstunni með brjef, og er það tilfært orðrjett. Á eftir brjefinu
er stutt setning um það, að sendimennirnir hafi komið sunnan
frá Gizuri til Brands í páskavikunni og sagt, að Gizurr mundi
sunnan koma.2 Liklegast þykir mjer, að þessi grein sje úr
Giz-urar sögu, og hafi höfundurinn fundið brjefið i skjölum Gizurar
eftir hann látinn, þótt það merkilegt og tekið það inn í sögu
sína. Úr pórðar sögu er það varla, því að hún hefur annars
engin skjöl í frásögn sinni fremur enn íslendinga saga.

Frá norðurferð Gizurar eftir Haugsnesfund og sættum þeirra
fórðar er sagt í 207. k. (Sturl.2),3 og skal jeg fyrst um sinn
láta ósagt, hvort hann er að nokkru eða engu úr Gizurar sögu.

Sagan um utanferð þeirra pórðar og Gizurar og
málaflutn-ing þeirra fyrir Hákoni konungi, um komu Vilhjálms kardínála
í Noreg og úrskurð konungs, er hann skipaði íórð yfir landið
enn setti Gizur eftir í Noregi, öll þessi saga er sögð frá
sjón-armiði pórðar sögu og vafalaust tekin þaðan.* Síðan kemur
Gizurr ekki við söguna, fyr enn hann kemur út aftur sumarið
1252 með þeim mönnum öðrum, er Hákon hafði fengið til að
reka konungserindi hjer á landi, Heinreki biskupi, J>orgilsi skarða

1 Sturl.1 III, 77.-78. bls. 2II, 65.-66. bls.

a Sturl.’ III, 80.-81. bls. * II, 68.-69. bls.

3 Slurl.1 III, 90. bls. 2II, 75. bls.

1 Sturl.1 III, 91.-93. bls. ’ II, 76.-78. bls. (208. og 210. k,).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0344.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free