- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
356

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

356

DM STtJRLUNGU.

sakir. Jeg hef áður bent á, að böndin berast á ýmsum stöðum
heizt að honum eða bróðursonum hans, Kálfi og |>orgeiri, og
fleira má til færa. £egar Flugumýrarbrenna varð, bjó Páll á
Stað. í brúðkaupið á undan brennunni var honum boðið, segir
sagan, enn hann fór ekki,1 hvernig sem nú á því stóð. Hann
var ekki á Flugumýri í brennunni, enn þess er getið, þegar
brennumenn komu, að annar af þeim mönnum, sem vörð bjelt
á bænum, hafi hlaupið að fverá, og þaðan hafi maður hlaupið
ofan í Hegranes og »annarr yfir til Staðar»Sá menn þá
eldinn þaðan ok víða um héraðit.« Hver3 vegna er það
sjer-staklega tekið fram, að eldurinn hafi sjezt frá Stað, nema af
þvi, að þar bjó annaðhvort höfundur sögunnar eða sögumaður
hans? Áður hef jeg minzt á það, að Páll muni hafa verið í
Fagranesi með Oddi, er hann lagði hendur á Heinrek biskup, og
nð hann þó er ekki nefndur, þar sem Fagranessmenn eru taldir.
Uvernig stendur á þessu? Líklegast þykir. að höf. hafi ekld nefnt
hann, af þvi að honum hafi þótt það óvirðing fyrir Pál að fylla
tiokk þeirra manna, sem sýndu mótþróa og ofríki heilagri
kirkju og hennar æðsta fulltrúa hjer á landi, og rötuðu i bann
fyrir. Páll var og í ferð með Gizuri norður til Eyjafjarðar að
brennumönnum eftir brennuna, og er það tekið fram á þeim stað,
að Páll og þeir, sem með honum vóru, hafi eigi haft neitt
ráns-fje eins og hinir, enn verið á sínum kosti, og þvf hafi Eyjólfr
|>orsteinsson enga sök gefið þeim á ferðinni. f>essi frásögn getur
varla verið frá neinum öðrum enn Páli sjálfum. Eitt er það þó
á þessum stað, sem bendir til þess, að Páll muni ekki vera
höf-undur sögunnar, heldur að eins einhver hinn helzti
heimildar-maður og frumkvöðull þess, að hún var rituð. Hann er talinn
einn meðal »liinna beztu manna úr hjeraðinu* (o: Skagafirði)
— svo hefði Páll varla að orði komizt um sjálfan sig.3 Un1
iírandssonu skal jeg bæta því við það, sem áður er tekið
fram-að í frásögninni um brúðkaupið á Flugumýri er það tiltekið
ná-kvæmlega, hvar þeir sátu, og að þeir horfðu að þeim bekk, er
Gizurr sat á.4 Ekki virðast þó vera líkur til, að þeir sjeu höfundar
sögunnar heldur enn Páll, þvi að sagan segir, að ekki hafi verið

1 Sturl.1 III, 181. bls. a II, 157. bls.

2 Sturl.1 IH, 185. bls. 2II. 161. bls. Textinn er hjer ofurlitið
aflag-aður i Sturl.1

3 Sturl.1 III, 195. bls. 2 II, 169,—170. bls.

1 Sturl.1 III, 182. bls. 2II, 157. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0366.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free